Heimsent samdægurs ef þú pantar fyrir kl 12.

Öll úrin á The Carters plötunni EVERYTHING IS LOVE

Mynd: Hublot

Jay Z er þekktur úraáhugamaður. Hans áherslur liggja þó í talsvert ólíkum úrum, en t.d. áherslur Claptons. Jay Z vill hafa úrin sín skrautleg. Stór og með demöntum. Það er frægt þegar Beyoncé, konan hans, gaf honum árið 2012 í 43 ára afmælisgjöf fimm milljón dollara Hublot úr, skreytt 1.282 demöntum. Hversu góð fjárfesting það var, kemur í ljós. Vonandi fékk hún afslátt.

Árið 2005 vann hann með Audemars Piguet við gerð 100 úra Limited edition af Royal Oak Offshore og 2013 vann hann með Hublot við gerð úra svo úr varð The Shawn Carter By Hublot collection.

Svo 2019 sendi hann út boðskort í partý. Boðskortunum fylgdi Armand de Brignac kampavín, sem Jay Z á, og Rolex Daytona í rauðagulli. Verðmiðinn á því er rúmar sex milljónir króna.

En hann hefur lengi rappað um úr og á sennilega frægustu úratilvísun tónlistarheimsins. Öll sem hafa dansað við Ni**as in Paris í miðbæ Reykjavíkur einhvern timann eftir miðnætti hafa sungið með „Ball so hard / Got a broken clock / Rollies that don’t tick tock / Audemars that’s losing time / Hidden behind all these big rocks“ án þess kannski að átta sig á að hér er ekki sungið um einn úraframleiðanda, heldur tvo! Rolexarnir greinilega bilaðir og vel skreytt Audemars Piguet úrið með risa demantana seinkar sér. Hann er velkominn með úrin til okkar á Hafnartorgið.

Bey hefur ekki sungið jafn mikið um úr. En á plötunni sinni, Everything Is Love, syngja þau hjónin um allskonar, og þar á meðal um úr. Skoðum hvað þau hafa að segja um þau, í réttri lagaröð.

Lögin

SUMMER

Mynd: timeandtidewatches.com

Eftir minna en þrjár mínútur eru liðnar af plötunni er Jay Z farinn að tala um úr:

I don’t have no concept of time / Even with a Rose Gold Concept on me.

Beyoncé syngur um ástir og að njóta þeirra á ströndinni. Jay Z tekur svo boltann og hendir í þessa textasnilld. Það líða um það bil fjórar sekúndur í versinu hans Jay Z áður en hann minnist á Lamborghini og minna en 30 sekúndur áður en hann minnist á Audemars Piguet Royal Oak Concept úrið sitt, sem er reyndar mjög myndarlegt úr.

APESHIT

Í öðru lagi plötunnar tekur Bey Jay Z sér til fyrirmyndar og minnist á Lambo eftir örfáar sekúndur, en auk þess peninga, skartgripi og lífsstílinn þeirra. Svo minnist hún á:

Bought him a jet / Shut down Colette / Philippe Patek / Get off my dick

Merkið heitir Patek Philippe en hún gefur sér það listamannaleyfi að víxla orðunum, svo hún geti rímað. Svo á hún aðra tilvísun:

250 for the Richard Mille / Yeah yeah, live in a field

Í þetta skiptið er það 250 þúsund dollara (32.000.000,- kr) Richard Mille, sem er heldur í ódýrari kantinum hjá því merki. Jay Z á nokkur RM, en meðal annars sérframleitt Richard Mille úr, kallað The Blueprint. Það er sagt dýrasta úr sem merkið hefur framleitt og kostaði $2.500.000,- (320.000.000,- kr).

BOSS

Mynd: hodinkee.com

Hér byrjar Bey á að syngja um peningana og að hún eigi við raunveruleg vandamál að stríða, eins og við hin. En hvernig er aftur orðatiltækið, það er betra að gráta í Benz en á hjóli? Svo tekur Jay Z við og segir:

Hundred million crib / Three million watch / All facts

2017 kaupa þau $88M eign í Bel-Air og 2019 sést Jay Z með Patek Philippe Grandmaster Chime. Hér ertu í úrvalsdeildinni. Þetta er flóknasta armbandsúr sem Patek hefur framleitt og kostaði $2.2M (282.000.000,- kr) þegar það kom á markað. Ekki er vitað hversu mörg eintök voru framleidd en þau voru mjög fá. Úrið er sett saman úr yfir 1.500 hlutum.

NICE

Þau minnast ekki sérstaklega á neitt úr í laginu NICE, en eigum við að gefa okkur að hann sé að vísa í fimm milljón dollara Hublot úrið, sem var skreytt1.282 demöntum:

Covered in ice, ice, ice, ice / Ice, ice, ice

713

Nákvæmlega engin tilvísun í úr hér því miður, en þau droppa samt seðlum, Louis Vuitton, Goyard og 24 karata blöndunartækjum.

FRIENDS

Engin úr hér heldur, en þau minnast á Benz og Porsche.

HEARD ABOUT US

Það var orðið heldur langt síðan við heyrðum minnst á úr en Bey kemur okkur til bjargar:

Got no time, but we got Pateks

Við vitum það að Jay Z á flóknasta Patek Philippe úr sem hefur verið framleitt, en það er bara eitt af nokkrum. Ekki er vitað jafn mikið um úrin hennar Beyoncé.

BLACK EFFECT

Eftir að hafa rappað um gráa Porsche 911 og mattsvörtu einkaflugvélina sína hendir Jay Z í:

Got the Richard Mille all colors / Might hit you with the Rose Gold all summer

Jay Z á sömuleiðis fleiri en bara eitt Patek, hann á nokkur Richard Mille líka og allavega eitt í rauðagulli.

LOVEHAPPY

Hjónin enda plötuna á almennt jákvæðum nótum, með yfirferð yfir líf þeirra saman. Við fáum þó enga tilvísun í úr.

Lokaorð

Samtals nefna þau úr fimm sinnum með nafni og vísa í úr sex sinnum. Patek Philippe fær tvær tilvísanir, eða þrjár með „three million watch“, og Richard Mille fær tvær. Audemars Piguet rekur svo lestina með eina tilvísun. Jay Z er mikill úramaður og hvorki hræddur við að segja það né sýna það.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published.