Fjölskyldufyrirtæki síðan 1909.

Heimsent samdægurs ef þú pantar fyrir kl 12.

Úrið sem breytti leiknum

Áttundi áratugurinn var erfiður fyrir svissneska úraframleiðendur, sem fram að því (og reyndar eftir það líka) höfðu verið leiðandi í framleiðslu úra. Árið 1969 kom fyrsta quartz úrið á markaðinn, Astron frá Seiko. Astron umbylti gjörsamlega landslaginu í framleiðslu úra. Skyndilega var komið á markað ódýrt og hárnákvæmt úrverk. Svisslendingar höfðu takmarkaða trú á þessari nýju tækni og héldu áfram að framleiða mekanísk úr; sjálftrekkt eða handtrekkt, sem voru margfalt dýrari en japanski keppninauturinn. Og þau voru meira að segja ekki jafn nákvæm. Fyrir vikið fóru tugir eða hundruðir svissneskra úraframleiðanda í gjaldþrot.

Ein frægasta saga úraheimsins segir frá því hvernig einn svissneskur framleiðandi tókst á við þessa áskorun, árið 1970. Sagan segir að kl 16 daginn fyrir stærstu úrasýningu heims hafi framkvæmdastjóri Audemars Piguet, eins virtasta úraframleiðanda heims, hringt í Geralt Genta, úrahönnuð. Framkvæmdastjórinn situr með tómar hendur, með ekkert nýtt að sýna á sýningunni sem hefst daginn eftir. Hann biður Genta um að hanna sportúr í stáli, eitthvað algjörlega nýtt, eitthvað sem enginn hafði séð áður – og hafa það vatnshelt líka. Hann er að biðja um hönnun sem bjargar fyrirtækinu.

Gerald Genta tekur þá það sem er sennilega besti allnighter sögunnar og kynnir algjörlega nýja hönnun morguninn sem sýningin byrjar: Royal Oak.

Gerald Genta tekur þá það sem er sennilega besti allnighter sögunnar og kynnir algjörlega nýja hönnun morguninn sem sýningin byrjar: Royal Oak. Genta fékk innblástur frá köfunarhjálmum, og um nóttina teiknar hann og hannar átthyrnda úrið, Royal Oak, og gerir Audemars Piguet að því sem það er í dag. Þegar úrið kom á markað 1972 var það fyrsta stálúrið til að vera markaðssett sem lúxusúr og var dýrara en Patek Philippe gullúr og tíu sinnum dýrari en mörg Rolex stálúr.

Gerald Genta lætur ekki þar við sitja. Á næstu árum hannar hann tvö svipuð úr: Patek Philippe Nautilus og IWC Ingenieur. Það sem einkennir öll þessi úr er þykkur glerhringur (e. bezel), skarpar línur og áfastar keðjur, þ.e. keðjur sem festast beint inn í kassann. En Royal Oak bjargaði ekki bara Audemars Piguet frá falli, heldur kom af stað nýrri bylgju í hönnun sportúra, því mun fleiri en bara þessi þrjú úr voru hönnuð í þessum stíl á áttunda áratugnum. Meira að segja Rolex kom með quartz úr í þessum stíl.

Þessi hönnun hefur þó aldrei verið vinsælli en núna í dag. Við bjóðum upp á þrjú collection hér á michelsen.is í þessum stíl.

Tudor kynnti í fyrra nýja línu, Tudor Royal. Tudor, eins og allir hinir framleiðendurnir, vilja vera með á þessum vagni. Línan byggir á upphaflegri hönnun Genta, sem hefur orðið tugum úraframleiðanda að innblæstri. Royal er knúið áfram af sjálftrekktu svissnesku úrverki, en Tudor er dótturfyrirtæki ROLEX.

  • kr.78.000

    Hannað árið 1978, endurvakið árið 2021.

    Setja í körfu
Tissot PRX línan var hönnuð 1978 en endurvakin á þessu ári. Var ég búinn að segja að þessi hönnun hefur aldrei verið vinsælli en akkúrat núna? PRX úrin koma ýmist í quartz útfærslu eða með sjálftrekktum úrverkum.

Meira að segja tískuframleiðendurnir vilja ekki missa af lestinni. Hér má sjá Dylan frá Michael Kors, sem reyndar sver sig meira í ætt við Bvlgari úr en goðsagnakennda hönnun Genta, en vissulega eru öll merki hönnunarinnar til staðar.

Skildu eftir svar