Heimsent samdægurs ef þú pantar fyrir kl 12.

Úrasafnið: Eitt og afgreitt

Það er gjarnan talað á ensku um „one watch collection“, eða eiga „eitt og afgreitt“. Þar sem ég er sjálfur í úrahugleiðingum núna datt mér í hug að setja niður lista yfir úr sem myndu tækla það að vera eina úrið í safninu þínu, í nokkrum mismunandi verðflokkum. Eitt úr í hverjum verðflokki.

Kröfurnar sem ég geri fyrir þennan lista eru:
Það verður að vera með keðju (það er nánast alltaf hægt að setja ól á úr sem kemur með keðju, en getur verið erfiðara að finna passandi keðju á úr sem kemur með leðuról),
Það verður að vera vatnshelt niður á a.m.k. 100m dýpi (100m vatnsheldni (einnig þekkt sem 10ATM eða 10BAR) er lágmarkið til að geta verið öruggur um að úrið þoli örugglega vatn, lestu nánar um þetta hér).
Það verður að ganga með öllu frá gallabuxum og stuttermabol til jakkafata.

Þessar kröfur geri ég til að geta farið með úrið hvert sem er, hvenær sem er. Fólk sem fer mikið í sund tengir væntanlega. Þær kröfur sem ég myndi setja fyrir mig persónulega væri að úrið væri jafnframt með rispufríu safírgleri og handtrekktu eða sjálftrekktu (svissnesku eða þýsku) úrverki. Ég fórna þeim kröfum hér til að geta haft úr í lægri verðflokkum með á þessum lista. Stærðin mætti heldur ekki fara yfir 40mm, þar sem ég er með rosalega granna úlnliði.

Vindum okkur í þetta.

Sparilegt, flott og gengur við allt. Auka ól fylgir úrinu þannig að þú getir skipt um sjálfur.

 • Setja í körfu Flýtisýn
  kr.86.000

  Fyrir þá sem láta eitt úr nægja, er Tissot Gentleman fullkomið. Það passar við jakkaföt, gallabuxur og allt þar á milli, og er vatnshelt.

  Setja í körfu
Þetta er úrið sem ég mæli mest með þessa dagana. Gentleman línan frá Tissot kemur gríðarlega sterk inn, enda mjög falleg og kemur í fjölda útfærsla. Þar á meðal kemur þetta úr með sjálftrekktu verki. Flott gæði á flottum verðum og Gentleman gengur í alvöru í öllum aðstæðum.

 • Setja í körfu Flýtisýn
  kr.220.000

  Conquest línan fangar einna best það sem Longines stendur fyrir, sport og elegans.

  Setja í körfu
Ég hef áður talað um þetta úr, þar sem Kölski valdi það á sinn lista. Longines Conquest fetar hinn gullna meðalveg milli þess að vera sportlegt og sparilegt. Fyrir vikið getur þú notað úrið við jakkaföt á virkum dögum, en líka í sundi um helgar. Þetta er vatnshelt niður á yfirgengilegt 300 metra dýpi.

Tudor 1926, líkt og Longines, er kjarakaup. Ég veit að við erum að tala um úr fyrir hundruði þúsunda, en það sem þú ert að fá fyrir peninginn er ótrúlegt. Tudor er dótturfélag Rolex og fyrir vikið verður úrið sjálfkrafa verðmætara, en það endurspeglast ekki í verðlagningunni. Það er heldur ekki oft sem svona sparileg úr eru vatnsheld.

 • Kaupauki

  Flýtisýn
  kr.520.000

  Carrera varð til á kappakstursbraut árið 1963 en í dag standa þau fyrir nákvæmni, þrautseigju og lúxus.

Ég get sjálfur vottað hversu geggjað þetta úr er, þar sem ég sit með það á handleggnum í þessum skrifuðu orðum. Ég keypti mitt árið 2017 og það hefur fylgt mér í óteljandi sundferðir, veislur og til útlanda. Sparilegt – og hversdagslegt. Þetta er reyndar uppfærð (og betrumbætt) útgáfa af mínu úri, en ég get ekki mælt meira með því.

Rolex GMT-Master II

Að lokum; draumaúrið mitt. Rolex GMT-Master II í stáli og rauðagulli. Þetta er Rolex úrið sem mig langar mest í. Úr sem er hannað fyrir ferðalög, með GMT-vísi, keramik glerhring (e. bezel) og að sjálfsögðu öllum þeim gæðum sem einkenna Rolex. Þetta úr gæti í alvöru orðið mitt „eitt og afgreitt“.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published.