Fjölskyldufyrirtæki síðan 1909.

Heimsent samdægurs ef þú pantar fyrir kl 12.

NÝTT: TAG Heuer Aquaracer Professional 200

NÝ LÍNA

Það er ekki á hverjum degi sem úraframleiðandi af þessari stærðargráðu kemur með nýjungar. Þess vegna er alltaf svo ótrúlega gaman þegar ný úr eru kynnt. TAG Heuer kynnti nú fyrir stuttu uppfærða hönnun á eldra módeli, Aquaracer. Það má þó varla kalla þetta „uppfærða“ hönnun, þar sem allt er svo gott sem breytt frá fyrri týpum sem bera Aquaracer nafnið. TAG Heuer fylgir áfram sex lykilreglunum fyrir Aquaracer, sem snúa allar að virkni, frekar en útliti.

Aquaracer hafa alltaf verið kafaraúr, en línan skiptist í undirlínur. Professional 300 úrin eru kafaraúrin, með 300M vatnsþéttni en þó nýju Professional 200 úrin séu með tilkomumikla 200M vatnsþéttni er hugsunin bakvið þessa línu útivist eins og hún leggur sig; sama hvort þú sért á 200M dýpi eða í fimm kílómetra hæð.

KRAFTUR TIL AÐ KANNA

Uppfærð hönnun og einstaklega sterkbyggt úr. TAG Heuer Aquaracer Professional 200 er flott lúxusúr sem hentar fyrir alla nútíma könnuði, sama hvert lífið fer með þig: upp á hæsta fjallstind eða lífið í borginni.

HERRAÚR

DÖMUÚR

Skildu eftir svar