Það er almennt samróma álit fólks að svissneskir úraframleiðendur séu þeir bestu í heimi. Þannig kynnum við það a.m.k. hjá Michelsen og leggjum mikla áherslu á vönduð og svissnesk úr – orð sem eru í raun samheiti fyrir mér.
Svissneskir framleiðendur hafa aldrei staðið sterkar en núna, en það var ekki alltaf þannig. Um tíma stefndi allt í að svissneski úraiðnaðurinn myndi svo gott sem leggjast af. Ástæðan? SEIKO.
QUARTZ KRÍSAN
Í síðustu viku ársins 1969 kynnir japanski framleiðandinn Seiko til sögunnar nýtt úr – Seiko Astron – með nýrri gerð úrverks: quartz, betur þekkt sem rafhlöðuúr. Fram að því höfðu úrverk verið mekanísk (hand- eða sjálftrekkt). Átta árum seinna, 1977, var Seiko orðið stærsta úrafyrirtæki heims, mælt í veltu.
Það er auðvitað einföldun að segja að Seiko eitt og sér beri ábyrgð á næstum-því-falli svissneska úraiðnaðarins, þar sem fleiri framleiðendur voru í framleiðslu quartz úra en bara Seiko, en Seiko var leiðtoginn og fyrsti framleiðandinn til að mastera quartz. Athugið að ég stikla verulega á stóru hér.
Það er til marks um hversu alvarleg tilkoma quartz var fyrir Sviss, að í Sviss er talað um quartz krísuna en annars staðar er oftast talað um quartz byltinguna! En hvað er quartz og af hverju var það svona alvarlegt fyrir Svisslendingana?
QUARTZ
Quartz hafði tvennt fram yfir mekanísk úr: nákvæmni og verð. Quartz tæknin var mun ódýrari en svissnesku mekanísku úrin. Að sama skapi voru þau (og eru enn) almennt nákvæmari. Sömuleiðis eru quartz úrverk minni en mekanísk úrverk. Það er því ekki skrítið að heimurinn hafi tekið quartz úrum fagnandi.
Í dag finnur þú quartz í flestum verðbilum, það er ráðandi í ódýrari úrum en eftir því sem þú ferð ofar í verðum finnur þú meira og meira mekanísk úrverk. T.d. nota ROLEX og Tudor eingöngu mekanísk úrverk. Aðrir framleiðendur, eins og TAG Heuer og Longines í efri verðflokkum, nota vönduð quartz úrverk í hluta af sínum úrum og mekanísk úrverk í öðrum. Quartz og mekaník lifa vel saman. Sumt hent sumum og annað öðrum. Það eru kostir og gallar við báðar gerðir úrverka.
Það er því eitthvað fallegt að hugsa til þess að það er Grand Seiko, systurmerki Seiko, sem leiðir markaðinn í verulega vönduðum og dýrum quartz úrum.
SEIKO HJÁ MICHELSEN
Sem kemur okkur að fyrirsögn greinarinnar. Hjá Michelsen leitumst við alltaf að því að vera fremst þegar kemur að góðri og faglegri þjónustu og vöruúrvali. Markmið okkar er alltaf að skara fram úr. Við viljum bjóða gæði frekar en magn (ekki misskilja mig, við erum með gríðarlegt úrval af vönduðum úrum). Við viljum að þú borgir fyrir gæði, ekki vörumerki.
Það er því mikill heiður fyrir okkur að Seiko hafi valið Michelsen sem eina söluaðila merkisins á Íslandi og segir okkur að við séum á réttri leið.
Seiko fást nú í báðum verslunum okkar og hér á michelsen.is. Meira úrval og breiðara verðbil er í Kringlunni og meiri áhersla lögð á úr í hærri verðflokkum í verslun okkar á Hafnartorgi, Michelsen 1909.
SEIKO
Það er ástæða fyrir því að Seiko er eitt þekktasta úramerki heims. Ekki mörgum úramerkjum tekast að brjótast í gegn og verða þekkt vörumerki fyrir utan úrabransann. Ef þú hugsar um það, hversu mörg úramerki þekkir þú? Þá er ég að tala um úramerki, ekki tískumerki sem framleiðir úr líka. Seiko þekkja flest, þó þau hafi ekki áhuga á úrum. Alveg eins og flest þekkja Victorinox (sem framleiða fyrst og fremst hnífa, viltu spá??). Gæði skapa góð vörumerki og það er ástæðan fyrir því að Seiko er eitt þekktasta úramerki heims.
Seiko er leiðandi aðili í heiminum þegar kemur að framleiðslu úra í sínum verð- og gæðaflokki. Hvar annars staðar færð þú jafn vel framleidd og nákvæm mekanísk úr og frá Seiko á sömu verðum? (Já, þó greinin hafi fjallað um quartz og Seiko framleiðir Seiko líka gríðarlegt magn mekanískra úra líka!)
Almennt horfa úraáhugamenn fyrst og fremst á merki í efri verðflokkum, en Seiko er í algjörri sérstöðu því ekkert merki sem býður upp á úr sem kosta frá 30.000 krónum fær jafn mikið vægi hjá bæði úraáhugamönnum og úrabloggum og -fréttasíðum. Já, við nöllarnir elskum úr. Bæði í búðum og að lesa um þau á netinu.
Seiko skiptir framleiðslunni upp í nokkrar línur, sem eiginlega ber að skoða sem mismunandi merki – svo mikil er fjölbreytnin. Astron, Prospex, Presage, King Seiko, 5 Sports og Conceptual.
Verðin eru svo jafn mismunandi og úrin sjálf. Allt frá 30.000 krónum upp í milljón krónur.
Úrverkin eru svo, aftur, jafn misjöfn. Ég hef mikið talað um quartz en Seiko eru risar í mekanískum úrverkum líka. Raunar svo að meirihluta úranna þeirra eru mekanísk. En hjá Seiko þarf ekki allt alltaf að vera einfalt, því þau eru með sjálftrekktan/rafhlöðu-blending (Kinetic), sólarselluúrverk (Solar) og sjálftrekktan/quartz-blending (Spring Drive)!
Í sjálftrekktu úrunum er það þannig að því ofar sem þú ferð, þeim mun vandaðari, nákvæmari og lengri aflforða (e. power reserve) færðu. Nú, eða fítusa eins og skeiðklukku eða sýnilegan aflforða á skífunni, viku- og mánaðardag. Þú færð í raun það sem þú borgar fyrir. Þó eru eiginlega engin fordæmi fyrir því að fá sjálftrekkt, 100M vatnsþétt úr í sama gæðaflokki og Seiko á kannski 50.000 kall. Ég skora á þig að finna betra mekanískt úr á þessu verði.
Í sólar-úrunum þarftu aldrei að skipta um rafhlöðu, því sólarsellurnar hlaða rafhlöðuna. Fullhlaðið dugir rafhlaðan í sex til tólf mánuði (fer eftir úrverki).
Svo eru sólar GPS-úrin, Astron línan, sem er sólarknúin en jafnframt tengd fjölda GPS-gervihnatta sem tryggir að úrið gengur alltaf rétt og stillir sig á rétt tímabelti í ferðalögum.
Og kinetic verkin. Þau virka eins og sjálftrekkt úrverk, en í staðinn fyrir að trekkja upp gangfjöður, hleðst orkan inn á rafhlöðu.
Spring Drive er síðan það allra besta sem Seiko (og stóri og dýrari bróðir, Grand Seiko, sömuleiðis) bjóða upp á. Það sameinar mekanísk úr við nákvæmni quartz úranna.
Verið velkomin í verslanir okkar að skoða Seiko!
Skildu eftir svar