Biðlistar

Öll úrin sem við seljum í verslun okkar Michelsen 1909 á Hafnartorgi eru framleidd undir gríðarlega ströngu gæðaferli, til að tryggja einstök gæði og áreiðanleika úranna um ókomin ár. Svo strangar kröfur og staðlar geta valdið takmarkaðri framleiðslugetu og, oft á tíðum, er eftirspurn eftir vönduðum úrum meiri en framleiðslugetan.

Þar af leiðandi getur framboðið sem við bjóðum hversu sinni verið takmarkað. Við erum opinber söluaðili allra þeirra vörumerkja sem við seljum og við fylgjum ráðlögðum útsöluverðum vörumerkjanna.

ROLEX, Tudor, TAG Heuer, Gucci, Longines og/eða NOMOS Glashütte.
Týpunúmer eða týpuheiti ásamt nánari lýsingu á úri.

Til upplýsinga

I. Skráning á biðlista

Michelsen áskilur sér réttinn til að hafna nýjum skráningum á biðlista.

II. Innborgun

Til að komast á biðlista eftir vörum þarf kaupandi að greiða óafturkræft 200.000,- kr staðfestingargjald með þeim hætti sem Michelsen óskar eftir, sem dregst svo af endanlegu verði vörunnar þegar að afhendingu kemur.

III. Endanlegt verð vöru

Verð kunna að breytast frá því að kaupandi skráir sig á biðlista og þar til að afhendingu kemur. Endanleg verð stjórnast af gildandi verðlista viðeigandi framleiðanda hverju sinni og gengi íslensku krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðli sem verðlisti viðeigandi framleiðanda er í.

IV. Afhendingartími

Michelsen áætlar eftir bestu getu afhendingartíma hverrar vöru, en áætlaður afhendingartími veltur á framleiðanda. Afhendingartími getur breyst í báðar áttir, þ.e. orðið styttri eða lengri. Michelsen áskilur sér rétt til að afhenda vörur ekki í tímaröð skráninga, heldur fara eftir forgangskerfi sem fer eftir viðskiptasögu o.fl. þáttum.

V. Vara breytist eða hættir í framleiðslu

Mögulegt er að vara sem kaupandi greiðir staðfestingargjald inn á hætti í framleiðslu eða hönnun eða virkni vörunnar breytist. Staðfestingargjaldið er óafturkræft en kaupanda býðst að skrá sig á biðlista eftir annarri vöru frá sama eða sambærilegum framleiðanda, í samráði við Michelsen.

VI. Fjöldi biðlista

Kaupandi getur verið skráður á fleiri en einn biðlista í einu, en Michelsen áskilur sér réttinn til að hafna skráningu á biðlista.

VII. Áreiðanleikakönnun

Michelsen ber að framkvæma áreiðanleikakönnun við viðskipti með vörur eða þjónustu að fjárhæð 10.000,- evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri.

VIII. Endursala

Kaupandi staðfestir að hann sé að kaupa úrið til einkanota, sinna eða fyrir aðra, og muni ekki selja úrið innan 24 mánaða í hagnaðarskyni.

IX. Afskráningar

Michelsen áskilur sér réttinn til að afskrá kaupendur af biðlistum með fullri endurgreiðslu, án frekari skýringa.