Skv 8. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka flokkast Michelsen ehf sem tilkynningaskyldur aðili (ásamt öðrum gull- og skartgripasölum). Ber okkur að framkvæma áreiðanleikakönnun við viðskipti með vörur eða þjónustu að fjárhæð 10.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri.
Upplýsingarnar eru trúnaðarmál og verða ekki notaðar í markaðslegum tilgangi.