Linda Ben hefur lengi heillað þjóðina alla með unaðslegum uppskriftum en ekki síður með smekklegum og tímalausum stíl. Fatastíll hennar einkenist af glæsileika og fágun sem býður af sér stórglæsilegan þokka. Fagurkerinn sjálfur leit í heimsókn til okkar í Michelsen 1909 þar sem hún virti fyrir sér glæsilegt vöruúrval verslunarinnar. Ekki kemur á óvart að Gucci hafi fangað athygli hennar en 18 karata gull gripir þess eiga sér fáa keppinauta. Þó erfitt kunni að reynast að gera upp á milli þeirra, mælir hún með nokkrum vel völdum gripum sem endurspegla hennar sígilda smekk.
LINDA BEN MÆLIR MEÐ
Gucci hefur verið leiðandi í tískuheiminum frá stofnun þess í Flórens árið 1921. Framúrskarandi handverk hvers grips endurspeglar ríkulega arfleið og framsækna fagurfræði merkisins.
Tískuhúsið býður upp á allt frá margbrotnu 18 karata gull- og silfurskarti yfir í fjölskrúðug úr sem ögra hefðbundinni ímynd úra. Hvort sem er um að ræða skart eða úr þá eru gripir Gucci merki um stefnu tískuhússins að sameina ítalska listsköpun og nýtískulega hönnun.
INTERLOCKING
Interlocking línan var henni við hæfi en hún markast af hinu klassíska tvöfalda G sem er ekki aðeins eitt þekktasta mótíf tískuhússins Gucci heldur alls tískuheimsins. Línan einkennist af áberandi og sígildu notkun þess og hentar vel þeim sem sækjast í auðkennilegu táknmyndir merkisins. Sköpuð úr 18 karata gulli og útbúin billiant skornum demöntum þá er þetta lína sem dregur tvímælalaust til sín athygli.
GG Running
Nátengt Gucci Interlocking línunni er Gucci GG Running. Einnig skartar sú lína brilliant slípuðum demöntum, 18 karata gulli og töfalda G mótífið en býr yfir eilítið fíngerðari stíl. Með nýtískulegri hönnun þess býður hún því upp á samtímanlegri nálgun á sígilda motífinu.
Link to Love
Link to Love línan er tákn um ástarsögur nútímans. Stílhreina 18 karata gull hálsmenið er tilvalið til nota við hversdags sem og fínni tilefni. Hálsmenið virkar vel sem sjálfstæð eining en stillanlega lengd og einfaldleiki þess býður einnig upp á fullkomið tækifæri til að lagskipta með öðrum hálsfestum. Kynlausi stíll Gucci er áberandi í útliti mensins en það samræmis áherslum tískuhússins um framsækni og fjölhæfni í hönnun.
Horsebit
Horsebit mótífið hefur rætur sínar að rekja til fimmta áratugs síðustu aldar og var innleitt í skartgripi tískuhúsins upp úr aldamótunum. Líkt og allt skartið sem Linda mælir með, er það skapað úr 18 karata gulli.
Flora
Flora er ný lína sem sækir innblástur frá gróðurríkinu og samlagar fagurfræði lúxus yfirbragðs og rómantík náttúrunnar. Línan markast af fínleika en 18 karata gull armbandið er útbúið 64 brilliant slípuðum demöntum sem liggja innan blómsins og á G mótífinu.
G-Frame
Síðast en alls ekki síst mældi Linda með úrinu Gucci G-frame. Stílhreinsaða útlit úrsins sameinar smekklega fegurð og auðkenni Gucci tískuhússins. Fágaða hönnun þess gerir úrinu kleift að njóta sín við hvaða tilefni en safír kristallinn verndar úrið fyrir skrámur í kjölfar hversdaglegra athafna. Úrið hentar þeim sem hafa hug á tískulegan en jafnframt fínlegan fylgihlut.