Seiko er með yfir 140 ár af nýsköpun og handverkskúnst bakvið sig, en áfram heldur Seiko. Félagið lætur ekkert stoppa sig í för sinni í að auka nákvæmni og áframhaldandi nýsköpun, eins og markmið stofnanda þess var árið 1881. Með framúrstefnulegri hönnun, gæðum og frábærri endingu úranna er auðvelt að skilja hvers vegna Seiko er eitt þekktasta úramerki heims.

Seiko er með yfir 140 ár af nýsköpun og handverkskúnst bakvið sig, en áfram heldur Seiko. Félagið lætur ekkert stoppa sig í för sinni í að auka nákvæmni og áframhaldandi nýsköpun, eins og markmið stofnanda þess var árið 1881. Með framúrstefnulegri hönnun, gæðum og frábærri endingu úranna er auðvelt að skilja hvers vegna Seiko er eitt þekktasta úramerki heims.

FLOKKAR

MICHELSEN MÆLIR MEÐ

Seiko Presage Sharp Edged

Sharp Edged einkennist af skörpum línum og sléttum flötum. Skífan líkir eftir japönsku „Asanoha“ (hemplauf), plöntu sem hefur vaxið í Japan í yfir 10.000 ár. Mynstrið hefur verið notað í Japan frá Heian tímabilinu (794-1185) og á að færa fólki góða heilsu og hraðan vöxt.

VÖRULÍNUR

Presage

Presage línan heiðrar japanska handverkskúnst og hönnun. Þau eru fáguð og henta vel til daglegrar notkunar – og við sparilegri tilefni.

Prospex

Prospex vísar í „pro-specs“ og er lína sem stendur undir nafni þegar kemur að köfun, hraða og könnun. Prospex eru praktísk og áreiðanleg, hvort sem það er í vatni, lofti eða á landi.

Seiko 5 Sports

Fyrsta Seiko 5 úrið var framleitt 1963, með loforði um fimm hluti: sjálftrekkt úverk, dagsetningu og vikudag hjá kl 3, vatnsheldni, inndregna krónu hjá kl 4 og kassa og keðju gerð til að endast. Þetta hefur breyst aðeins, en áfram stendur loforðið um gæðin.

Astron

Astron úrin eru knúin áfram af ljósi og ganga alltaf hárnákvæmt, þökk sé GPS tengingu úranna.

King Seiko

Áberandi skarpar línur einkenna King Seiko línuna, sem upphaflega var hönnuð 1965 og endurvakin 2020.

Seiko Conceptual

Conceptual línan sameinar hagkvæmni og flottan stíl. Gott úrval og aðgengileg verð einkenna línuna, án þess að gæðin séu gefin eftir.