Ókeypis heimsending.

Michelsen

Þjónusta

Alhliða viðgerðarþjónusta á úrum

Michelsen úrsmiðir reka elstu úrsmíðavinnustofu landsins.

Michelsen úrsmiðir reka elstu úrsmíðavinnustofu landsins þar sem þeir bjóða uppá alhliða viðgerðarþjónustu á úrum og hafa samning við gullsmíðaverkstæði sem þjónustar skartgripi. Mikil reynsla og þekking sem hefur erfst mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, skín í gegn með faglegri og persónulegri þjónustu.

Aðalsmerki Michelsen úrsmiða eru vönduð vinnubrögð, framsækni, metnaður og fagmennska sem skilar sér í því góða orðspori sem af þeim fer. Úrsmiðir fyrirtækisins, Frank Úlfar og Róbert, geta báðir státað af því að hafa menntað sig hjá hinum heimsþekkta WOSTEP úrsmíðaskóla í Neuchatel í Sviss, sem er leiðandi í kennslu á sviði úrsmíði um heim allan.

Michelsen úrsmiðir er eini vottaði Rolex þjónustuaðili landsins (Authorized Rolex Service center) og eini aðilinn sem hefur aðgang að upprunalegum varahlutum. Við tökum hvorki ábyrgð á þjónustu Rolex úra á öðrum verkstæðum á Íslandi þar sem varahlutir gætu verið falsaðir, þýfi eða notaðir né Rolex úrum seldum annars staðar á Íslandi en í verslun okkur á Hafnartorgi þar sem úrin gætu verið fölsun, þýfi eða notuð, nema í undartekningartilfellum þegar löggilt ábyrgðarskírteini staðfestir lögmæti úrsins.

Michelsen úrsmiðir gera tilboð og áætlun í viðgerðir á úrum og skartgripum og eru ávallt tilbúnir að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í síma eða í verslun.

Michelsen úrsmiðir starfa eftir fyrirfram ákveðnum vinnuverðlista. Komdu á staðinn, hringdu í síma 511-1900 eða sendu tölvupóst á [email protected] til að fá verðhugmynd á viðgerð á þínu úri. Í stærri viðgerðum er gerð kostnaðaráætlun áður en viðgerð hefst. Vinsamlegast athugið að allar viðgerðir verður að skilja eftir. Michelsen úrsmiðir fara einnig í húsvitjanir á höfuðborgarsvæðinu gegn gjaldi.

Þjónusta

Tilboð & áætlun í viðgerð

 

Michelsen úrsmiðir gera tilboð og áætlun í viðgerðir á úrum og skartgripum og eru ávallt tilbúnir að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í síma eða í verslun.