tissot

Tissot var stofnað í Le Locle í Sviss árið 1853, þar sem það starfar enn þann dag í dag. Tissot sérhæfir sig í vönduðum, svissneskum úrum á góðum verðum.

Hvers vegna Tissot?

Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Tissot eru vönduð úr á afar hagstæðum verðum. Þau eru framleidd í Sviss (og eins og öll vita eru Svisslendingar langfremstir í úrum), með rispufrí safírgler og vönduð úrverk.

Það skiptir ekki máli hvort þú sért að horfa á rafhlöðuknúin úr eða sjálftrekkt, Tissot býður upp á gríðarlega fjölbreytt úrval fyrir bæði kyn, í sparilegum og sportlegum úrum.

Michelsen 1909 á Hafnartorgi er lúxus búð. Við seljum eingöngu vandaða vöru þar. En við vildum jafnframt að öll gætu fundið eitthvað við sitt hæfi og Tissot er fullkomið merki fyrir það, því það er á góðum verðum en gefur engan afslátt af gæðum.

Tissot hjá Michelsen

Við höfum í mörg ár selt Tissot með góðum árangri. Úrin endast vel, eru vönduð í framleiðslu og fallega hönnuð. Tissot passar vel inn með tískumerkjunum í verslun okkar í Kringlunni, þar sem þau spanna allan skalann í útliti og eru á góðum verðum, en þau passa vel inn í verslun okkar á Hafnartorgi sömuleiðis, þar sem úrin eru svissnesk og vönduð.

Þú færð Tissot hjá Michelsen 1909, Michelsen Kringlunni og á michelsen.is.