Skila- og skiptiréttur

Hugsaðu málið í rólegheitum

Við viljum veita þér hugarró um að þú sért að fá nákvæmlega réttu vöruna fyrir þig. Þess vegna bjóðum við 14 daga endurgreiðslurétt á vörum sem keyptar eru á michelsen.is og 30 daga skilarétt á öllum vörum.

Endurgreiðslur

Við bjóðum 14 daga skilafrest á ónotaðri vöru, keyptri á michelsen.is, gegn framvísun ábyrgðarskírteinis/vörureiknings. Vörunni þarf að skila í upprunalegum umbúðum og með öllum fylgihlutum. Einnig er hægt er að fá inneignarnótu eða skipta strax í aðra vöru.

Skila- og skiptiréttur

Við bjóðum 30 daga skila- og skiptirétt á ónotaðri vöru, keyptri hjá Michelsen – á netinu eða í verslun – gegn framvísun ábyrgðarskírteinis/vörureiknings. Vörunni þarf að skila í upprunalegum umbúðum og með öllum fylgihlutum. Hægt er að fá inneignarnótu eða skipta strax í aðra vöru.