Michelsen 1909 x Fram

230 ára saga

Tvö gamalgróin félög ná saman

Það er ekki á hverjum degi sem við hjá Michelsen eigum í samskiptum við íslensk félög eða fyrirtæki sem eru nálægt okkur í aldri, en það gerist þó annað slagið. Michelsen er heiður að því að verða aðalstyrkaraðili Knattspyrnufélagins Fram sem er eitt elsta og jafnframt sigursælasta íþróttafélag Íslandssögunnar.

Við samsömum okkur í sögu og framtíðarsýn félagsins, en glæsileg aðstaða þess í Úlfarsársdal og aukinn fjöldi iðkenda undanfarinna ára sýnir að framtíðin er björt hjá þessu gamalgróna félagi. Michelsen sýnir ríka samfélagslega ábyrgð og styðja stoltir við félagið í uppeldishlutverki sínu og frekari uppbyggingu og afrekum þess á íþróttasviðinu.

Leikmenn og iðkendur Fram leggja sig öll fram við að gera Fram að besta félagi landsins, öll vilja þau skara fram úr. Þú ferð ekki í íþróttir nema vilja verða best(ur). Líkt og Fram, viljum við ná lengra, verða betri. Þó við höfum fæðst með úr á hendinni er það okkar val að vera kappsöm, hungruð og enn að leita nýrra tækifæra; auka gæði, auka þjónustu, auka upplifun. Rétt eins og Fram, 115 árum seinna.
-Róbert F. Michelsen, framkvæmdastjóri Michelsen

Við erum gríðarlega ánægð að hefja þessa vegferð með Michelsen og erum þakklát fyrir stuðninginn. Michelsen líkt og Fram á sér langa og farsæla sögu – Fram stofnað árið 1908 og Michelsen árið 1909, nú koma þessi rótgrónu félög, sem hafa lifað í yfir 100 ár, saman til að efla það sem þau standa fyrir og síðast en ekki síst að búa til ný tækifæri í nútímasamfélagi .

Ella SiggaFormaður Fram
Þitt úr?

Heyrðu í okkur.

Við finnum rétta úrið fyrir þig.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.