Heimsending

Með tvær verslanir, haganlega staðsettar í Kringlunni og á Hafnartorgi, er einfalt og þægilegt að sækja vörur til okkar á opnunartíma. En fyrir þau sem kjósa að fá vörur heimsendar, þá bjóðum við fjölda ókeypis valkosta á öllum pöntunum yfir 12.000,- kr.

Höfuðborgarsvæðið

Mögulegt er að fá pantanir heimsendar samdægurs á virkum dögum sé pantað fyrir kl 11.
Allar pantanir yfir 12.000,- kr eru sendar án kostnaðar.

Heimsending samdægurs

Pantanir sem berast fyrir kl 11:00 eru afhentar milli 16.00 og 22:00 samdægurs (eða daginn eftir, kjósir þú það).
Ókeypis fyrir allar pantanir yfir 12.000,- kr.

Heimsending næsta dag

Pantanir sem berast eftir kl 11:00 eru afhentar næsta virka dag.
Ókeypis fyrir allar pantanir yfir 12.000,- kr.

Sótt í verslun

Hægt er að sækja allar pantanir í verslanir okkar.
Í boði á opnunartíma.
Kringlan / Hafnartorg.

Afhendingarstaðir / Box

Afhendingarstaðir Eimskipa eru úti um allt höfuðborgarsvæði.
Þægileg leið til að nálgast pöntunina þegar þér hentar.
Ókeypis fyrir allar pantanir yfir 12.000,- kr.

Landsbyggðin

Pantanir eru ýmist heimsendar eða til afhendingar á afgreiðslustöðum Samskipa.
Allar pantanir yfir 12.000,- kr eru sendar án kostnaðar.

Heimsending samdægurs

Pantanir sem berast fyrir kl 11:00 eru afhentar milli 16.00 og 22:00 samdægurs.
Ókeypis fyrir allar pantanir yfir 12.000,- kr.
Gildir fyrir póstnúmer Suðvesturhornið.

Heimsending næsta dag

Pantanir sem berast eftir kl 11:00 eru afhentar næsta virka dag.
Ókeypis fyrir allar pantanir yfir 12.000,- kr.
Gildir fyrir Suðvesturhornið.

Afgreiðslustaðir Eimskipa

Afhending næsta virka dag eftir pöntun, sé pantað fyrir kl 11:00.
Í einhverjum tilfellum eru pantanir keyrðar heim.
Ókeypis fyrir allar pantanir yfir 12.000,- kr.

Annað

Eimskip er þjónustuaðili okkar í heimsendingum.

Séu séróskir varðandi afhendingu, er hægt að taka það fram við pöntun eða hafa samband við okkur.