MICHELSEN KRINGLUNNI

Kringlan 8-12

Michelsen í Kringlunni opnaði árið 2015. Markmiðið var að bjóða upp á glæsilegt úrval úra og skartgripa í góðum gæðum og á góðum verðum. Versluninni var vel tekið strax í upphafi og tekur úrvalið jafnan mið af straumum í eftirspurn og tísku en við bjóðum upp á mörg af þekktustu vörumerkjum heims, vandaðar leðurólar á úr ásamt þjónustu við rafhlöðluskipti og smærri þjónustu.

Heimsþekkt vörumerki

Við leggjum okkur fram við að bjóða gott úrval af vörum frá mörgum af þekktustu hönnuðum og vörumerkjum heims. Úrvalið er rosalega fjölbreytt; allt frá gríðarlega vönduðum svissneskum úrum til skartgripa og úra á aðgengilegri verðum.

Merki í verslun

1. Michelsen
Kringlan 4-12
103 Reykjavík

Verslun og þjónusta

Í Kringlunni rekum við verslun og lítið úrsmíðaverkstæði til að þjónusta einfaldari verk á staðnum, líkt og rafhlöðuskipti, ólaskipti og styttingu keðja. Starfsfólk er mjög frótt um úr og skart og reiðubúið að aðstoða þig.

Michelsen

Kringlan 4-12
103 Reykjavík

Hafðu samband

Stofnað 1909

Sagan

Allt frá upphafi hefur aðalsmerki Michelsen úrsmiða verið vönduð vinnubrögð, framsækni og fagmennska en fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1907 þegar J. Frank Michelsen nam land á Íslandi. Árið 1909 stofnaði hann verslun og úrsmíðavinnustofu á Sauðárkróki. J. Frank framleiddi vasaúr undir sínu nafni á fyrri hluta síðustu aldar en vegna innflutningshaftanna á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar lagðist sú framleiðsla af.

Sonur hans, Franch B. Michelsen, fetaði í fótspor föður síns og lærði úrsmíði. Árið 1943 opnaði Franch aðra verslun í Reykjavík, en verslanirnar tvær sameinuðust í Reykjavík 1946. Franch var þekktur fyrir mikla fagmennsku og leiðtogahæfileika og undir hans handleiðslu nutu 12 nemar þekkingar hans á faginu sem útskrifuðust sem úrsmiðir, þ.á.m. einn sona hans, Frank Úlfar.

Frank Ú. Michelsen lærði úrsmíði hjá föður sínum og útskrifaðist frá hinum heimsþekkta WOSTEP úrsmíðaskóla í Sviss 1978. Þar komst Frank í samband við ROLEX sem varð fyrsta skrefið að gæfuríku viðskiptasambandi við úrarisann sem hefur varað æ síðan.

Róbert F. Michelsen, lærði svo úrsmíði hjá föður sínum, Frank, og útskrifaðist sömuleiðis úr WOSTEP. Eftir úrskrift starfaði Róbert í tíu ár í Sviss hjá virtum úraframleiðendum og við kennslu úrsmíði. Hann vildi læra sem mest áður en hann sneri heim, en í dag starfar Róbert sem aðalúrsmiður Michelsen.

Árið 2009 var úraframleiðsla Michelsen endurvakin og má finna úrval þeirra í verslunum Michelsen.