nomos

Í smábæ einum í Austur-Þýskalandi starfrækir NOMOS Glashütte sína starfsemi þar sem afar vönduð úr eru smíðuð af mikilli ástríðu og natni fyrir smáatriðum. Öll NOMOS úr eru mekanísk, ýmist handtrekkt eða sjálftrekkt, og hafa hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun í gegnum árin.

Hvers vegna NOMOS Glashütte?

Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Einkenni NOMOS er stílhreint og auðþekkjanlegt útlit. NOMOS úrin eru engum lík og hönnunin margverðlaunuð (þau eru með sérstaka síðu tileinkaða öllum rúmlega 160 verðlaununum sem þau hafa unnið!).

NOMOS er „indie“, eða sjálfstætt, úramerki, sem þýðir að það tilheyrir ekki úrasamsteypu eða neinu slíku. Það er mjög sjaldgæft, og aðdáunarvert. Það sem er enn sjaldgæfara er að úramerki noti eigin úrverk, því flest nota þau aðkeypt úrverk og íhluti en NOMOS framleiðir úrverkin sín innanhúss – og alla íhluti þess. Það er stórkostlegur árangur fyrir jafn lítið og ungt fyrirtæki og NOMOS er.

Þessi þýski framleiðandi er þó ekki vel þekktur utan úraáhugamanna. Það er því meira af hugsjón en nokkru öðru sem við bjóðum upp á NOMOS. Fyrir mér er að velja uppáhalds úramerki svolítið eins og að gera upp á milli barnanna. En staðreyndin er sú að ég á tvö NOMOS úr og það segir sitt.

NOMOS Glashütte hjá Michelsen

Samstarf NOMOS og Michelsen á sér langan aðdraganda. Eftir marga fundi og nokkur ár voru loksins komnar forsendur fyrir því að selja NOMOS á Íslandi. Með nýrri verslun okkar á Hafnartorgi gátum við boðið NOMOS upp á það umhverfi sem merkið á skilið. Við fögnuðum opnun Michelsen 1909 með því að bjóða Íslendingum upp á þetta einstaka merki.

Þú færð NOMOS Glashütte hjá Michelsen 1909 og á michelsen.is.