longines

Fyrirtækið var stofnað árið 1832 í Sviss og hefur Longines frá upphafi lagt sig fram við að endurspegla hefðir, elegans og sterka frammistöðu í úrum sínum. Merki Longines, vængjaða stundaglasið, er elsta skráða vörumerki heims, sem enn er í notkun í óbreyttri mynd.

Hvers vegna Longines?

Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Longines er hluti af einni stærstu úrasamsteypu heims og þó það sé ekki ennþá orðið mjög þekkt hjá Íslendingum, er Longines í hópi fimm stærstu úramerkja heims.

Ástæðan er einföld: Longines framleiðir afar vönduð úr á verulega sanngjörnum verðum. Hér færðu svissneska framleiðslu, og allt sem hún stendur fyrir; nákvæmni, safírgler, rafhlöðu- eða mekanísk úrverk og nýsköpun.

Longines býður upp á gríðarlegt fjölbreytt úrval. Það er í fínni úrum sem Longines er virkilega í essinu sínu, en það eru sportúrin þeirra sem ég fíla best – sérstaklega fyrir herra.

Longines hjá Michelsen

Longines og Michelsen hófu samstarf árið 2018 en þá hafði svissneski framleiðandinn verið að leita að íslenskum söluaðila sem uppfyllti strangar kröfur þeirra. Við urðum fyrir valinu og er Longines úrunum gert hátt undir höfði í verslun okkar, Michelsen 1909, á Hafnartorgi þar sem Longines hefur sérinnréttað rými og úrin njóta sín til fullnustu.

Þú færð Longines hjá Michelsen 1909, Michelsen Kringlunni og á michelsen.is.