
Tudor var stofnað af Hans Wilsdorf, stofnanda Rolex, árið 1926 til að bjóða upp á falleg og vönduð úr, en á aðgengilegra verði. Gæði, nýsköpun og hönnun hefur á síðustu árum komið Tudor á toppinn sem eitt mest spennandi úramerki heims.
Hvers vegna Tudor?
Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Tudor hjá Michelsen
Samstarf Tudor og Michelsen á sér margra ára sögu. Það byrjaði smátt, á fáum úrum en svo hefur byggst upp meira og betra úrval í samræmi við stærri og fleiri (og betri) vörulínur Tudor. Tudor úrunum er gert hátt undir höfði í verslun okkar, Michelsen 1909, á Hafnartorgi þar sem sérfræðingar taka á móti þér og aðstoða við val á rétta úrinu.
Þú færð Tudor hjá Michelsen 1909 og á michelsen.is.