tudor

Tudor var stofnað af Hans Wilsdorf, stofnanda Rolex, árið 1926 til að bjóða upp á falleg og vönduð úr, en á aðgengilegra verði. Gæði, nýsköpun og hönnun hefur á síðustu árum komið Tudor á toppinn sem eitt mest spennandi úramerki heims.

Hvers vegna Tudor?

Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Nánast frá því Tudor var stofnað, hefur það fallið í skuggann af stóra bróður sínum, Rolex. Eðlilega. Gangi hverjum sem er vel að fæðast inn í þá fjölskyldu.

Með tilkomu Black Bay línunnar árið 2012 sannaði Tudor sig enn frekar sem alvöru úramerki, sem meira en bara litli bróðir Rolex. Síðan þá hefur Tudor hefur verið óstöðvandi, framleiðandinn hefur dælt út vel heppnuðum (og oft ögrandi) hönnunum og í dag er meirihluti Tudor úra með in-house úrverkum, sem þýðir að það framleiðir eigin verk, innanhúss hjá sér, í stað þess að reiða sig á verk frá öðrum framleiðendum.

Umbreytingin er algjör á þessum tíu árum. Það er ekkert annað úramerki sem hefur bætt gæði hönnunar og framleiðslu jafn mikið á jafn stuttum tíma og Tudor.

Tudor hjá Michelsen

Samstarf Tudor og Michelsen á sér margra ára sögu. Það byrjaði smátt, á fáum úrum en svo hefur byggst upp meira og betra úrval í samræmi við stærri og fleiri (og betri) vörulínur Tudor. Tudor úrunum er gert hátt undir höfði í verslun okkar, Michelsen 1909, á Hafnartorgi þar sem sérfræðingar taka á móti þér og aðstoða við val á rétta úrinu.

Þú færð Tudor hjá Michelsen 1909 og á michelsen.is.