Skilaréttur og skilafrestur:
Á ónotaðri vöru, verslaði á michelsen.is, er 14 daga skilafrestur gegn framvísun ábyrgðarskírteinis/vörureiknings. Vörunni þarf að skila í upprunalegum umbúðum og með öllum fylgihlutum.
Starfsmenn seljanda meta söluhæfi skilavöru. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef ofangreindum skilyrðum er áfátt.
Endurgreiðsla eða inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.
Eftirfarandi fellur ekki undir skilarétt:
Sérpantanir.
Samsett vara.
Vara sem er seld í því ástandi sem hún er; t.d. skilavara eða auðkennd á annan máta sem B-vara.
Vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði eins og t.d. á útsölu, rýmingarsölu eða lagersölu.
Ábyrgðarskilmálar:
Framvísa þarf reikningi og/eða ábyrgðarskírteini þegar komið er með bilaða/gallaða vöru til viðgerðar.
Tilvist galla skal tilkynna strax og hans verður vart. Hafi verið átt við vöruna af aðilum sem ekki starfa á vegum seljanda fellur ábyrgð hans úr gildi.
Tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi gildir um vöruna sem skráð er á reikning/ábyrgðarskírteini, með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru hér að neðan.
Ábyrgðin veitir ekki rétt til að krefjast nýrrar vöru í stað þeirrar biluðu.
Tveggja ára ábyrgð gildir ekki á rafhlöðum og ólum, sem eðli málsins samkvæmt hafa takmarkaðan endingartíma.
Ábyrgðin tekur aðeins til verksmiðjugalla sem sannanlega koma fram í vörunni á ábyrgðartímanum. Ábyrgðin felur ekki í sér rétt kaupanda til þess að fá endurgreiddan viðgerðarkostnað sem stafar af rangri notkun eða slæmri meðferð, raka- eða höggskemmdum, slælegu viðhaldi, slysni eða óhöppum, náttúruhamförum o.s.frv.
Seljandi ber eingöngu ábyrgð á beinu tjóni kaupanda sem gera má ráð fyrir að sé bein afleiðing af galla á vörunni.
Bótaskylda seljanda nær ekki til óbeins tjóns.
Sé varan send til verkstæðis skal kaupandi nota góðar umbúðir. Einnig skal kaupandi tryggja vöruna gegn flutningsskemmdum ef unnt er. Kaupandi ber ábyrgð á vörunni frá því hún er send og þar til seljandi hefur móttekið hana, þ.m.t. skemmdum, hvarfi vörunnar eða eyðileggingar hennar.
Þjónustuaðili:
Verkstæði söluaðila að Hafnartorgi annast viðgerðarþjónustu og ábyrgðarmál fyrir allar þær vörur sem seldar eru á michelsen.is, nema annað sé tekið fram.
Verkstæðið er opið virka daga frá 10.00 til 17.00.
Sími á verkstæði er 511-1900 og netfang service[at]michelsen.is.
Greiðslur:
Seljandi tekur við þeim greiðslukortum sem Greiðslusíða Rapyd þjónustar hverju sinni.
Einnig er hægt að greiða með Netgíró, Pei, Síminn Pay, Raðgreiðslum SaltPay eða millifærslu á reikning seljanda.
Seljandi:
Michelsen ehf, Hafnartorgi, VSK númer 10176, sími 511-1900, info[at]michelsen.is.
Afhending:
Seljandi býður sendingu með Eimskipum á ákveðin heimilisföng, póstbox Eimskipta, á afgreiðslustaði Eimskipa eða þá þjónustustaði sem Eimskipt býður hverju sinni. Seljandi áskilur sér réttinn til að hafna heimsendingu á pöntunum, og krefjast þess að pöntun sé sótt í verslun.
Einnig er hægt að sækja pantanir hjá seljanda á Hafnartorgi eða í Kringluna án kostnaðar.
Afhendingartími með Eimskipum er alla jafna 1-2 virkir dagar. Afhendingartími á sóttum vörum er alla jafna inni tveggja klukkustunda, á virkum dögum.
Afhendingartími á sérpöntunum getur verið allt að sex mánuðir. Fari afhendingartími yfir sex mánuði hefur kaupandi rétt á endurgreiðslu og skal hann gera það innan sjö mánaða frá pöntun.
Röng vörulýsing / rangt verð / uppseld vara / afslættir:
Seljandi undanskilur sig ábyrgð á rangri vörulýsingu og/eða mistökum í vörulýsingu í vefverslun. Vörulýsing er gerð eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma og áskilur seljandi sér rétt til að leiðrétta vörulýsingu án fyrirvara.
Seljandi áskilur sér rétt til að rifta kaupum sé rangt verð skráð á vöru í vefverslun, eða kaupandi hefur mátt gera sér ljóst að rangt verð var á vöru.
Sé vara uppseld getur seljandi boðið aðra sambærilega vöru í stað uppseldu vörunnar eða boðið kaupanda endurgreiðslu.
Seljandi áskilur sér rétt til að rifta kaupum sé afsláttarkóði misnotaður eða notaður til kaupa á annarri vöru eða vörumerki en seljandi ætlaði.
Sérpantanir:
Seljandi áskilur sér rétt til að hafna sérpöntun og rifta kaupum, hvenær sem er.
Afhendingartími á sérpöntunum getur verið allt að sex mánuðir. Fari afhendingartími yfir sex mánuði hefur kaupandi rétt á endurgreiðslu og skal hann óska eftir því á skriflegan hátt innan sjö mánaða frá pöntun.
Sérpantanir falla ekki undir skilarétt.
Forsala:
Seljandi býður í einhverjum tilfellum upp á að forpanta og greiða vöru og er það þá skýrt tekið fram að um forsölu sé að ræða.
Seljandi gefur í einhverjum tilfellum upp áætlaðan afhendingartíma á vörunni en það er áætlaður tími og seljandi ber ekki ábyrgð breytist afhendingartíminn.
Seljandi áskilur sér réttinn til að rifta kaupum verði breyting á verðlista framleiðanda vörunnar og/eða ef gengi krónunnar breytist.
Dagsetning skilmála:
1. október 2023
Friðhelgisskilmálar:
Friðhelgis- og kökuskilmálar Rolex:
Rolex hluti:
Á Rolex-hluta vefsíðu okkar gætir þú átt samskipti við innfellda Rolex síðu frá www.rolex.com. Í því tilfelli, gilda eingöngu notkunarskilmálar, friðhelgisskilmálar og kökustefna www.rolex.com.