tagpng

Edouard Heuer stofnaði TAG Heuer árið 1860 með það að markmiði að færa úrsmíði hærra en hún hafði nokkurn tímann verið. Síðan þá er TAG Heuer orðið að samheiti yfir framúrstefnulega úrsmíði; hvort sem um er að ræða tækni, efnisval eða hönnun. 160 ára saga fyrirtækisins sýnir ástæðu þess að TAG Heuer er eitt fremsta og þekktasta úramerki heims; enda leiðandi í nýsköpun og framleiðslu nákvæmra, vandaðra og fallegra úra.

Hvers vegna TAG Heuer?

Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Á meðal Íslendinga, og á heimsvísu, er TAG Heuer eitt þekktasta úramerkið og ekki að ástæðulausu. TAG Heuer hefur gríðarlega ríka og skemmtilega sögu með sterka tengingu við íþróttir, og þá sérstaklega akstursíþóttir.

Þau eru með línu sem heitir Formula 1 og aðra sem heitir Carrera, eftir Carrera Panamericana kappakstrinum, þeim hættulegasta í heimi á sínum tíma. Steve McQueen, sjálfur „King of Cool“, var sendiherra TAG Heuer og skartaði úrum frá þeim í myndunum Le Mans og Bullitt. Formula 1 goðsögnin Ayrton Senna var sendiherra. TAG Heuer gerir úr í samstarfi við Porsche og Aston Martin og er tímatökuaðili Red Bull Racing liðsins í Formula 1.

En það þýðir ekki að TAG Heuer séu bara með einhver kappakstursúr. Úrin þeirra spanna allan skalann, frá sportlegum skeiðklukkuúrum og vatnsheldum kafaraúrum til sparilegra úra fyrir bæði kyn.

TAG Heuer hjá Michelsen

TAG Heuer og Michelsen hófu samstarf árið 2015 en þá hafði svissneski framleiðandinn verið að leita að íslenskum söluaðila sem uppfyllti strangar kröfur þeirra. Við urðum fyrir valinu og er TAG Heuer úrunum gert hátt undir höfði í verslun okkar, Michelsen 1909, á Hafnartorgi þar sem TAG Heuer hefur sérinnréttað rými og úrin njóta sín til fullnustu.

Þú færð TAG Heuer hjá Michelsen 1909 og á michelsen.is.