Verslanir

Eitt glæsilegasta úrval á Íslandi

Michelsen úrsmiðir reka elstu úraverslun landsins.

Michelsen úrsmiðir reka elstu úraverslun landsins en í stórri og aðgengilegri verslun sinni á Hafnartorgi og í Kringlunni bjóða Michelsen úrsmiðir uppá eitt glæsilegasta úrval á Íslandi af armbandsúrum á öllum verðum. Mörg heimsþekkt gæðamerki má finna í verslunum Michelsen úrsmiða, en þar ber hæst að nefna flaggskip verslunarinnar; ROLEX, en Michelsen úrsmiðir hafa verið einkaumboðsaðili ROLEX hérlendis frá árinu 1981.

Í verslun okkar á Hafnartorgi, Michelsen 1909, bjóðum við upp á einstaka upplifun, í áður óþekktri gerð verslunar á Íslandi. Áherslan er öll á vönduð lúxus úr, flest í hærri verðflokkum.

Í verslun okkar í Kringlunni leggjum við áherslu á glæsilegt úrval úra og skartgripa í góðum gæðum og á góðum verðum. Mörg þekktustu vörumerki heims fást hjá okkur í Kringlunni.

Staðsetningar

Verslanir

1. Michelsen 1909
Hafnartorg
Tryggvata 25
101 Reykjavík
2. Michelsen Kringlunni
Kringlan 4-12
103 Reykjavík