Michelsen var stofnað árið 1909 á Sauðárkróki, af J. Fr. Michelsen. Úraframleiðsla hefur fylgt fyrirtækinu í áratugi en hún lagðist af í kringum Seinni heimsstyrjöldina. Árið 2009, á 100 ára afmæli Michelsen, var úraframleiðslan endurvakin. Fjórða kynslóð Michelsen úrsmiða sér um hönnun og framleiðslu úranna.
Hvers vegna Michelsen?
Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar
Michelsen úrin
Michelsen úrin eru frábær fyrir þau sem vilja eiga eitthvað sem allir hinir eiga ekki. Hvert einasta Michelsen úr er sérstaklega prófað; það fer í gegnum strangt gæðastjórnunarferli, framkvæmt af úrsmiðunum okkar, Michelsen feðgunum, og þarf að uppfylla strangar kröfur þeirra, allt til að mæta væntingum þínum. Hjá okkur er ástríða fyrir úrum og úrsmíði í fyrsta sæti, sem er auðséð í persónulegum úrum okkar.
Þú færð Michelsen úrin hjá Michelsen 1909, Michelsen Kringlunni og á michelsen.is.