Fossalínan frá Michelsen sækir innblástur sinn úr íslenskri náttúru. Svartifoss er fyrirmynd þessa myndarlega úrs.
SVARTIFOSS
Svartifoss er 20 metra hár og frægur fyrir stuðlaberg sem umlykja fossinn. Stuðlabergið hefur verið fyrirmynd margra íslenskra arkitekta og hönnuða og er sýnilegast í Hallgrímskrikju og aðalsal Þjóðleikhússins. Svartifoss er í Skaftafellsþjóðgarði, nærri Vatnajökli.