Fossalínan frá Michelsen sækir innblástur sinn úr íslenskri náttúru. Goðafoss er fyrirmynd þessa myndarlega úrs.
GOÐAFOSS
Goðafoss er nátengdur einum sögulegasta viðburði í íslenskri sögu, kristnitökunni árið 1000. Frægt er þegar Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og tók ákvörðun um að Ísland skyldi vera Kristið land. Sagan segir að þegar hann gerði upp hug sinn hafi hann kvatt Goðin með því að henda líkneskjum þeirra í Goðafoss í táknrænni athöfn og þannig hafi fossinn hlotið nafn sitt. Goðafoss er 12 metra hár og 30 metra langur, staðsettur nálægt Mývatni.