Frá 1884 hefur Breitling verið leiðandi í framleiðslu úra. Merkið er þekkt fyrir nákvæmni og gæði og hefur sérhæft sig í framleiðslu úra fyrir flugmenn, þótt vörulínurnar séu jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Breitling fer fram úr væntingum þegar kemur að nákvæmni, gæðum og nýsköpun á heimsmælikvarða.

FLOKKAR

VÖRULÍNUR

MICHELSEN MÆLIR MEÐ

Breitling Navitimer

Þegar þú hugsar um Breitling eru allar líkur á því að þú fáir upp mynd af Navitimer í kollinn. Það eru ekki margir úraframleiðendur sem eiga icon í katalognum sínum, en Navitimer er eitt auðþekktasta úr heims. Skyldueign úrasafnara og allra flugmanna.

Navitimer línan er knúin áfram af ýmist sjálftrekktum eða super-quartz úrverkum – skeiðklukkuverkin eru svo in-house framleiðsla.

HVERS VEGNA BREITLING?

Breitling er einn stærsti úraframleiðandi heims. Þótt Breitling sé merkið sem fólk fær upp í hugann þegar það hugsar um flugmannaúr á merkið stóran og fjölbreyttan katalog. Breitling eru oftast auðþekkt og ekki mörg merki sem eru jafn samkvæm sjálfum sér í hönnun og Breitling. Horfðu á Avenger, Chronomat og Professional línurnar: þetta eru allt augljóslega Breitling úr.

Gæðin hafa alltaf verið í fyrsta sæti hjá Breitling og eru öll úrin þeirra COSC-vottuð (vottun frá sjálfstæðri stofnun sem staðfestir gangnákvæmni úrverksins), skiptir þá engu máli hvort það séu sjálftrekkt eða quartz úr. Breitling býr að gríðarlegri langri og ríkri sögu og óhætt  að mæla með úrunum fyrir öll þau sem kunna að meta gæði og fallega hluti. Síðustu ár hefur Breitling svo bætt heldur betur í úrvalið fyrir dömurnar.

Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen