Ókeypis heimsending.

Stundaglasið, bréf 21

Velkomin í 21. bréf Stundaglassins. Til fagna fyrsta bréfinu í þriðja tugnum, fæ ég að tala um fimm ný úr frá NOMOS, þrjú ný úr frá Seiko (sem eru með þeim frumlegustu sem ég hef séð), ásamt nokkrum öðrum áhugaverðum merkjum. Omega gefur út enn einn Speedmasterinn, nú til upphitunar fyrir Ólympíuleikana, og Yema gefur út virkilega furðulegt kafaraúr og Hermès kemur skemmtilega á óvart.

Best að byrja á Þjóðverjanum.

NOMOS Glashütte

Þegar ég byrjaði að skrifa þetta bréf voru þeir nýbúnir að gefa út fjögur úr í Tetra línunni, sem öll fylgja ákveðnum jarðtónum eins og heiti þeirra enderspegla. Svo þegar ég er að að skila greininni inn bæta þeir við öðru úri, og í þetta sinn kom það úr Metro-línunni, þetta neyddi mig til þess að taka textann um NOMOS og endurskrifa hann til að koma fyrir þessu nýja Metro fyrir.

Metro-úrin fá oft minni ást en ég tel þau eiga skilið (þó sölustjóri Michelsen eigi eitt slíkt og er gríðarlega ánægður með). Hönnunin er stílhrein þótt hún dragi innblásturinn að hönnuninni frá stórborgum, og gætu vísarnir t.a.m. minnt þig á Empire State-bygginguna. Þetta nýja úr hefur verið tónað niður frá öðrum í Metro-línunni en þetta gæti verið mitt uppáhalds innan línunnar. Það er nógu einfalt án þess að vera leiðinlegt, þar sem örlítill tónn af blágráum gefur því nóg af hinum sígilda NOMOS-brag sem flestir ættu að þekkja. Úrið er í stærri kantinum fyrir formlegt úr þar sem það er 38mm að stærð, en nógu þunnt til að bæta upp fyrir það. Úrið er handtrekkt, dagsetningu og notar nýjasta in-house verk NOMOS: DUW 4601.

Sem betur fer neyddist ég ekki til að breyta of miklu hér þó að ég hafi þurft að uppfæra nokkrar áherslur svo allt myndi flæða betur. Tetra-línan er afar einstök því hún grípur anda NOMOS betur en allar aðrar línur þeirra. Úrin eru ferköntuð og stolt af því, undrið í veröld NOMOS skín bjartar en nokkru sinni fyrr í Tetra, en þeir hafa dregið hana niður á jörðina með nýjum jarðlitum. Úrin eru fjögur og bera heitin Terra, Salvia, Ochra og Basalt.

Úrin eru auðvitað í sömu gæðum og NOMOS eru þekktir fyrir og litasamsetningin sýnir vilja þeirra að prófa liti sem enginn annar þorir. Persónulega er ég hrifnastur af rauða Terra er ég tel það koma virkilega vel út í persónu.

Seiko

Seiko, Seiko, Seiko. Hví spilarðu svona með hausinn á mér? Ég er í endalausum eltingarleik til að sjá hvort ég elski merkið eða ekki. Eina stundina kemur úr sem er takmarkað við nokkur þúsund eintök, of mörg fyrir takmörkunina til að skipta máli, og þá næstu gefið þið út úrin sem ég mun tala um hér. Þessi úr gætu verið mín uppáhalds frá Seiko á árinu. Ég kynni: Seiko Rotocall.

Á 9. áratug síðustu aldar leit dagsins ljós Seiko A829. Úrið var svo hentugt að fjórir geimfarar völdu sér þetta úr fyrir ferð sína í átt að stjörnunum. Úrið var þó ekki vottað af NASA sem sá um ferðina né hafði það einhverja tenginu við stofnunina. Þetta leiddi til þess að úrið fékk gælunafnið ‘Seiko Astronaut’. Nú tæpum 40 árum seinna skýtur A829 aftur upp höfðinu, í nútíma útfærslu. Virkni úrsins er ólík öllum öðrum tölvuúrum á markaðnum, þar sem til að breyta um virkni þá þarf að snúa glerhringnum til að stilla eða virkja þann eiginleika. Augljóst að sjá hvar Rolex fékk sinn innblástur þegar þeir voru að hanna Sky-Dweller.

Ég fagna því alltaf þegar merki horfa í sögu sína og endurgera fræg úr.

Omega

Í síðasta bréfi nefndi ég að Omega hafi gefið út nýjungar og að öll fjögur úrin hafi verið innan Speedmaster-línunnar. Nú hafa þeir gefið út einn eitt Speedmaster, þetta til upphitunar fyrir Ólympíuleikana sem eiga sér stað á næsta ári. Ástæðan fyri því að úrið kemur út núna, en ekki á næsta ári, er að Omega gefur úrið út þegar 100 dagar voru í að leikarnir byrji.

Hermès

Þegar fólk hugsar Hermês hugsa flestir (ég meðtalinn) um töskur líkt og Birkin eða Kelly, frekar en úr. Sumir hugsa um gullfallegt og vandað silki líkt og klúta og bindi. En úradeild þeirra kemur stórkostlega á óvart, gæðin eru til staðan en þau eru dýr (eðlilega fyrir lúxusmerki). Aðalmálið er hönnunin, líkt og sjá má í þremur nýjum úrum. Tvö úranna eru innan fínni línu þeirra, Slim d’Hermès, en línan leggur mikla áherslu á gæði og sést það hér með tveimur nýjum tourbillon úrum. Hönnunin er byggð af silkiklútum þeirra og er virkilega falleg. Þriðja úrið er Hermès H08, skeiðklukka á Napólí-gulri ól.

Yema

Ég er mjög hrifinn af Yema. Þeir gera mörg gangverka sinna in-house, án þess að gera úrin fáránlega dýr. Kafaralína þeirra er einnig virkilega skemmtileg, þar sem keðjan er einstök og hún inniheldur þetta in-house gangverk. Nýlega hafa þeir gert eitt með rauðri skífu sem ég er hrifinn af, og eitt með beige-skífu sem kemur virkilega á óvart. Nú hafa þeir gefið það sama úr út með perlumóðurskífu og glerhring sem kemur vel út.

Hér með líkur 21. bréfi Stundaglassins. Það hefur verið lítið um að vera hjá mikið af stærri merkjum iðnaðarins, þó sjálfstæði markaðurinn haldi áfram að vera sterkur. Háir tollar í Bandaríkjunum og dvínandi sala í Kína hefur gert það erfiðara og erfiðara fyrir smærri merki að koma sér á framfæri.

Ég minni á vikugrein síðustu viku þegar við ræddum hver er besta stærðin á úrum. Ég sé ykkur aftur í næstu viku með nýja vikugrein, líkt og alltaf þakka ég kærlega fyrir samfylgdina, þar til næst.