KLUKKUKERFI

Svisslendingar eru í hópi skilvirkustu þjóða heims. Það er ákveðinn hugsunarháttur inngróinn í svissnesku þjóðarsálina, sem endurspeglast svo ótrúlega vel í svissnesku járnbrautaklukkunni.

Klukkan var hönnuð árið 1944, af svissneska verkfræðingnum Hans Hilfker, með skýrleika að leiðarljósi. Engir tölustafir og enginn óþarfi.

Klukkurnar eru ekki eingöngu einfaldar og fallegar í hönnun, heldur eru þær ótrúlega nákvæmar og ganga allar hárrétt – upp á sekúndu – þvert yfir allt Sviss. Ástæðan er að allar klukkur á öllum brautarstöðvum í Sviss eru tengdar við eina og sömu „master“klukkuna, sem sendir boð á allar klukkur í kerfinu. Það skiptir því ekki máli hvort þú sért í Zurich, Zermatt eða Genf: allar klukkurnar eru nákvæmlega rétt stilltar.

Klukkurnar eru framleiddar og keyrðar áfram af búnaði frá svissneska fyrirtækinu Moser-Baer, sem Michelsen er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Við getum útvegað fjölbreyttar lausnir þegar kemur að klukkukerfum, allt frá inni- og útiklukkum knúnum áfram af nákvæmum quartz-verkum (rafhlaða eða snúrutengt), upp í samkeyrð klukkukerfi sem henta fyrir skóla eða aðrar stærri stofnanir.

Í dag keyra margir skólar hérlendis á klukkukerfum frá Moser-Baer, ásamt sundlaugum og smærri- og stærri fyrirtækjum. Eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, klukkan fram á Iceland Parliament Hotel á Austurvelli, er sérsmíði og -hönnun, og er knúin áfram af Moser-Baer klukkukerfi frá Michelsen.

Ekkert verkefni er of smátt eða stórt og nánast allt er mögulegt, frá hönnun og smíði til útfærslna kerfisins. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

1. Michelsen 1909
Hafnartorg
Tryggvata 25
101 Reykjavík

Verslun, verkstæði og skrifstofa

Á Hafnartorgi rekum við verslun og fullkomnasta úrsmíðaverkstæði landsins. Þú nærð alltaf á fagfólk á opnunartíma.

Michelsen ehf

Tryggvagata 25
Hafnartorg
101 Reykjavík

Hafðu samband

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Stofnað 1909

Sagan

Allt frá upphafi hefur aðalsmerki Michelsen úrsmiða verið vönduð vinnubrögð, framsækni og fagmennska en fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1907 þegar J. Frank Michelsen nam land á Íslandi. Árið 1909 stofnaði hann verslun og úrsmíðavinnustofu á Sauðárkróki. J. Frank framleiddi vasaúr undir sínu nafni á fyrri hluta síðustu aldar en vegna innflutningshaftanna á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar lagðist sú framleiðsla af.

Sonur hans, Franch B. Michelsen, fetaði í fótspor föður síns og lærði úrsmíði. Árið 1943 opnaði Franch aðra verslun í Reykjavík, en verslanirnar tvær sameinuðust í Reykjavík 1946. Franch var þekktur fyrir mikla fagmennsku og leiðtogahæfileika og undir hans handleiðslu nutu 12 nemar þekkingar hans á faginu sem útskrifuðust sem úrsmiðir, þ.á.m. einn sona hans, Frank Úlfar.

Frank Ú. Michelsen lærði úrsmíði hjá föður sínum og útskrifaðist frá hinum heimsþekkta WOSTEP úrsmíðaskóla í Sviss 1978. Þar komst Frank í samband við ROLEX sem varð fyrsta skrefið að gæfuríku viðskiptasambandi við úrarisann sem hefur varað æ síðan.

Róbert F. Michelsen, lærði svo úrsmíði hjá föður sínum, Frank, og útskrifaðist sömuleiðis úr WOSTEP. Eftir úrskrift starfaði Róbert í tíu ár í Sviss hjá virtum úraframleiðendum og við kennslu úrsmíði. Hann vildi læra sem mest áður en hann sneri heim, en í dag starfar Róbert sem aðalúrsmiður Michelsen.

Árið 2009 var úraframleiðsla Michelsen endurvakin og má finna úrval þeirra í verslunum Michelsen.