Fyrirtækið var stofnað árið 1832 í Sviss og hefur Longines frá upphafi lagt sig fram við að endurspegla hefðir, elegans og sterka frammistöðu í úrum sínum. Merki Longines, vængjaða stundaglasið, er elsta skráða vörumerki heims, sem enn er í notkun í óbreyttri mynd. Við bjóðum þér að skoða Longines, þar sem þú munnt finna breitt úrval úra fyrir öll tilefni.
FLOKKAR
VÖRULÍNUR
Master Collection
Þetta er stærsta og vinsælasta línan frá Longines. Master Collection sameinar klassískt útlit og framúrskarandi gæði og öll úrin hér eru með fimm ára ábyrgð. Frábært úrval fyrir herra og dömur.
Skoða línu
HydroConquest
Longines HydroConquest eru framúrskarandi kafaraúr, sem una sér jafn vel á 100 metra dýpi og í skrifstofuumhverfi. Sportleg úr sem þú getur gert miklar kröfur til.
Skoða línu
Spirit
Í gegnum tíðina hefur Longines verið förunautur frumkvöðla á landi, sjó og í lofti. Í dag sækir Longines innblástur frá dýrðardögum flugsins fyrir þetta háloftaúr en uppfyllir öll tæknileg skilyrði nútímans.
Skoða línu
DolceVita
DolceVita línan fagnar því ljúfa í lífinu. Öll úrin eru ferköntuð og sækja greinilega innblástur til eldri úra, en eru í nútímalegri búning hér með mýkri línum.
Skoða línu
Conquest
Conquest línan fangar einna best það sem Longines stendur fyrir, sport og elegans. Þau henta frábærlega við öll tilefni, sama hvort þú sért í sparifötunum eða í stuttbuxum. Vatnsþétt og vönduð.
Skoða línu
Conquest Classic
Conquest Classic er sparilegri útgáfa af Conquest línunni. Hún er hönnuð fyrir dömur, þar sem línan inniheldur einungis dömuúr. Eiginleikarnir eru þó svipaðir, það hentar sérstaklega vel fyrir fínni tilefni en gengur vel fyrir hversdaglega notkun líka.
Skoða línu
La Grande Classique
La Grande Classique de Longines er vottur um klassík og fágun Longines. Öll úrin hér eru sparileg og sérlega þunn. Gott úrval fínna úra fyrir herra og dömur.
Skoða línu
Heritage Collection
Longines á einstaklega ríka sögu, enda stofnað árið 1832. Með úrunum í Heritage línunni sækir Longines innblástur í söguna, fyrri úr og heiðrar fortíð sína.
Skoða línu
PrimaLuna
Rétt eins og silfraður máni á vetrarkvöldi, eru PrimaLuna úrin tignarleg – með nútímalegu og fáguðu útliti. Línan er hönnuð sérstaklega fyrir dömur, enda engin herraúr fáanleg.
Skoða línu
Elegant Collection
Frá því í árdaga Longines, hefur merkið lagt áherslu á glæsileika. Í The Longines Elegant Collection nær sú áhersla hámarki. Úrin eru einstaklega falleg og fín.
Skoða línu
MICHELSEN MÆLIR MEÐ
Longines Master Collection
Master Collection er Longines og Longines er Master Collection. Þú finnur allt í þessari vörulínu, sem í grunninn er frekar sparileg. Úrval mismunandi stærða, skífulita og eiginleika. Einfalt, tunglstaða, skeiðklukka, GMT eða árlegt dagatal. Bara hvað má bjóða þér? Keðja eða leðuról? Stál eða stál & gull? Demantar? Já, takk.
Úrvalið er ótrúleg og verðin mjög sanngjörn. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Master Collection. Og ekki gleyma fimm ára ábyrgðinni.
HVERS VEGNA LONGINES?
Longines er hluti af einni stærstu úrasamsteypu heims og þó það sé ekki ennþá orðið mjög þekkt hjá Íslendingum, er Longines í hópi fimm stærstu úramerkja heims.
Ástæðan er einföld: Longines framleiðir afar vönduð úr á verulega sanngjörnum verðum. Hér færðu svissneska framleiðslu, og allt sem hún stendur fyrir; nákvæmni, safírgler, rafhlöðu- eða mekanísk úrverk og nýsköpun.
Longines býður upp á gríðarlegt fjölbreytt úrval. Það er í fínni úrum sem Longines er virkilega í essinu sínu, en það eru sportúrin þeirra sem ég fíla best – sérstaklega fyrir herra.
Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen