Michelsen 1909 x Vignir Vatnar

YNGSTI STÓRMEISTARI ÍSLANDS

100 ára saga skákar í sömu fjölskyldunni

Frá fyrsta fundi með Vigni Vatnari heillaði hann mig upp í skónum. Hann elskar skák, hann vill vera fyrirmynd í íþróttinni og færa hana upp á hærra plan. Gera skák aðgengilegri fyrir börn og fullorða. Og síðast en ekki síst vill hann ná lengra, verða betri. Fyrir einhvern sem hefur takmarkaðan áhuga á skák og enn minni hæfileika kom þetta samstarf sjálfum mér á óvart.

Langafi Vignis varð fyrsti Íslandsmeistari sögunnar árið 1913, sléttum 110 árum áður en Vignir varð sjálfur Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Ég sé mikla speglun í sögu fjölskyldna okkar. Fjórir ættliðir hjá honum, fjórir ættliðir hjá okkur. Langafi minn stofnaði Michelsen og úrsmíðin rennur enn í blóði okkar. Það sama gildir um skák í blóði Vignis, ástríðan drýpur af hverju orði.

Rétt eins og Vignir, viljum við ná lengra, verða betri. Færa úrsmíði á Íslandi á hærra plan. Eftir 115 ára starf erum við enn hungruð og enn að leita nýrra tækifæra; auka gæði, auka þjónustu. Vignir vaknar og hugsar um skák, hann teflir og hann leggst á koddann á kvöldin og hugsar um hvað hefði betur mátt fara í skák dagsins. Ég, og allir meðlimir Michelsen fjölskyldunnar, upplifa það sama með úr. Ég er spenntur að fara í vinnuna á hverjum degi: hvernig get ég parað rétta manneskju við rétt úr í dag?
-Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen

Það er mér mikill heiður að fá að vinna með Michelsen. Þeir hafa verið starfandi síðan 1909, að það sé en í fullum rekstri 115 árum seinna sýnir gæðin og orðsporið sem Michelsen hefur. Ég vildi vinna með þeim af mörgum ástæðum, meðal annars að halda í hefðir eins og Michelsen gerir, eins og ég þar sem langa langa afi minn varð fyrsti Íslandsmeistarinn í skák árið 1913. Það er mér dýrmætt að geta fetað í fótspor hans. Einnig er ég mikill áhugamaður um að eiga góð og vönduð úr og þar er Michelsen í fararbroddi.

Vignir VatnarStórmeistari í skák
Þitt úr?

Heyrðu í okkur.

Við finnum rétta úrið fyrir þig.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.