Í smábæ einum í Austur-Þýskalandi starfrækir NOMOS Glashütte sína starfsemi þar sem afar vönduð úr eru smíðuð af mikilli ástríðu og natni fyrir smáatriðum. Öll NOMOS úr eru mekanísk, ýmist handtrekkt eða sjálftrekkt, og hafa hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun í gegnum árin.
Hvers vegna NOMOS Glashütte?
Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar
NOMOS Glashütte hjá Michelsen
Samstarf NOMOS og Michelsen á sér langan aðdraganda. Eftir marga fundi og nokkur ár voru loksins komnar forsendur fyrir því að selja NOMOS á Íslandi. Með nýrri verslun okkar á Hafnartorgi gátum við boðið NOMOS upp á það umhverfi sem merkið á skilið. Við fögnuðum opnun Michelsen 1909 með því að bjóða Íslendingum upp á þetta einstaka merki.
Þú færð NOMOS Glashütte hjá Michelsen 1909 og á michelsen.is.