Seldu úrið þitt

Skráðu upplýsingar

Skráðu inn upplýsingar um úrið þitt.

Fáðu verðmat

Verðmatið byggir á þeim upplýsingum sem þú gefur upp. Lokaverðmat getur breyst.

Komdu með úrið

Komdu með, eða sendu, úrið til okkar fyrir loka gæða- og verðmat.

Veldu greiðslumáta

Þú velur hvernig þú færð úrið greitt.

Hvernig virkar þetta?

Leið 1 – Peningagreiðsla

Við kaupum vöruna af þér á 50% af því verðmati sem við gerum og þú samþykkir. Við millifærum á þig upphæðina innan tveggja virkra daga eftir að samþykki berst frá þér.

Leið 2 – Inneign

Þú færð inneign hjá Michelsen sem nemur 70% af því verðmati sem báðir aðilar samþykkja. Inneignina má nota með hvaða hætti sem er. Inneignin er virkjuð innan tveggja virkra daga eftir að samþykki berst frá þér. Þetta er hentugt ef þú er að fara að kaupa þér annað úr eða skart.

Leið 3 – Umboðssala

Þú færð greitt 80% (fyrir utan vsk) af því verðmati sem báðir aðilar samþykkja. Greiðslan er framkvæmd innan tveggja virkra daga eftir að vara selst.

Vinsamlega athugið að við áskiljum okkur réttinn til að hafna því að taka við vörum, sama hvaða leið er valin.

Upplýsingar um úr

Má vera áætlað.
Smelltu hér eða dragðu skjöl hingað til að senda þau inn. Þú getur sent inn allt að 5 skjöl.
Hér getur þú sett myndir af úrinu.

Upplýsingar um þig