Edouard Heuer stofnaði TAG Heuer árið 1860 með það að markmiði að færa úrsmíði hærra en hún hafði nokkurn tímann verið. Síðan þá er TAG Heuer orðið að samheiti yfir framúrstefnulega úrsmíði; hvort sem um er að ræða tækni, efnisval eða hönnun. 160 ára saga fyrirtækisins sýnir ástæðu þess að TAG Heuer er eitt fremsta og þekktasta úramerki heims; enda leiðandi í nýsköpun og framleiðslu nákvæmra, vandaðra og fallegra úra.
FLOKKAR
VÖRULÍNUR
Carrera
Carrera varð til á kappakstursbraut árið 1963 en í dag standa þau fyrir nákvæmni, þrautseigju og lúxus.
Skoða línu
Aquaracer
Tímalaust sportúr frá TAG Heuer, Aquaracer er áreiðanlegt í öllum aðstæðum. Frábært úrval fyrir herra og dömur.
Skoða línu
Formula 1
Formula 1 línan er innblásin af kappakstri, fyrir þau sem þora að lifa lífinu á fullum hraða. Sportleg og yfirleitt frekar gróf hönnun einkennir Formula 1 línuna.
Skoða línu
Monaco
Hönnun sem er fyrir löngu orðin ein þekktasta í úraheiminum. Monaco er dáð af áhugamönnum og í eigu allra safnara.
Skoða línu
MICHELSEN MÆLIR MEÐ
TAG Heuer Carrera
TAG Heuer hefur alltaf verið í fremstu röð þegar kemur að framförum og nýsköpun í úrsmíði. Úr eins og við þekkjum þau í dag er að miklu leyti TAG Heuer að þakka, hvort sem við horfum til nákvæmni eða virkni.
Í Carrera línunni sameinast allt sem TAG Heuer stendur fyrir. Hraði, gæði og, síðast en ekki síst, lúxus. Öll úrin eru vatnsheld. Frábær úr sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af.
HVERS VEGNA TAG HEUER?
Á meðal Íslendinga, og á heimsvísu, er TAG Heuer eitt þekktasta úramerkið og ekki að ástæðulausu. TAG Heuer hefur gríðarlega ríka og skemmtilega sögu með sterka tengingu við íþróttir, og þá sérstaklega akstursíþóttir.
Þau eru með línu sem heitir Formula 1 og aðra sem heitir Carrera, eftir Carrera Panamericana kappakstrinum, þeim hættulegasta í heimi á sínum tíma. Steve McQueen, sjálfur „King of Cool“, var sendiherra TAG Heuer og skartaði úrum frá þeim í myndunum Le Mans og Bullitt. Formula 1 goðsögnin Ayrton Senna var sendiherra. TAG Heuer gerir úr í samstarfi við Porsche og er tímatökuaðili Red Bull Racing liðsins í Formula 1.
En það þýðir ekki að TAG Heuer séu bara með einhver kappakstursúr. Úrin þeirra spanna allan skalann, frá sportlegum skeiðklukkuúrum og vatnsheldum kafaraúrum til sparilegra úra fyrir bæði kyn.
Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen