Tudor var stofnað af Hans Wilsdorf, stofnanda Rolex, árið 1926 til að bjóða upp á falleg og vönduð úr á aðgengilegra verði. Saga Tudor er samofin ævintýramennsku og nýjungum og eru þekkt fyrir endingu, áreiðanleika og nákvæmni. Við bjóðum þér að skoða Tudor, þar sem þú finnur breitt úrval úra fyrir öll tilefni.

FLOKKAR

VÖRULÍNUR

Black Bay
Í Black Bay er sextíu ára saga kafaraúra hjá Tudor tekin saman í einu goðsagnakenndu úri. Vatnsheld niður á 200M dýpi með sjálftrekktu Tudor úrverki.
Skoða línu

Pelagos
Pelagos-línan inniheldur einhver fullkomnustu kafaraúr sem fyrirfinnast á markaðnum, en deilir samt „vintage“ útliti Black Bay-línunnar.
Skoða línu

Royal
Royal línan kom fyrst fram á sjötta áratug síðustu aldar en birtist hér í nýrri útfærslu. Royal er bæði sportlegt og glæsilegt, svo það passar vel við öll tilefni.
Skoða línu

1926
Tudor 1926 er nefnt eftir stofnári fyrirtækisins, enda vísar línan til fyrstu úra þeirra – sem voru klassísk og glæsileg.
Skoða línu

Black Bay 58
Í Black Bay er sextíu ára saga kafaraúra hjá Tudor tekin saman í einu goðsagnakenndu úri. Black Bay 58 er örlítið minni útgáfa. Vatnsheld niður á 200M dýpi og með sjálftrekktu Tudor úrverki.
Skoða línu

Black Bay Chrono
Í Black Bay er sextíu ára saga kafaraúra hjá Tudor tekin saman í einu goðsagnakenndu úri, hér í skeiðklukkuútgáfu. Vatnshelt niður á 200M dýpi og með sjálftrekktu Tudor úrverki.
Skoða línu

Black Bay 31/36/39/41
Í Black Bay er sextíu ára saga kafaraúra hjá Tudor tekin saman í einu goðsagnakenndu úri, hér í einfaldaðri útgáfu. Vatnsheld niður á 100M dýpi og með Tudor úrverki.
Skoða línu

Black Bay GMT
Í Black Bay er sextíu ára saga kafaraúra hjá Tudor tekin saman í einu goðsagnakenndu úri, hér í GMT útgáfu. Vatnshelt niður á 200M dýpi og með sjálftrekktu Tudor úrverki.
Skoða línu

Black Bay Pro
Í gegnum tíðina hafa Tudor úr verið valin af hugrökkustu landkönnuðum og ævintýrafólki. Black Bay Pro endurspeglar þessa sögu.
Skoða línu

Black Bay 54
Í Black Bay er sextíu ára saga kafaraúra hjá Tudor tekin saman í einu goðsagnakenndu úri. Black Bay 54 er nútímaútgáfa allra fyrsta kafaraúrs Tudor, týpu 7922, sem kom á markað árið 1954.
Skoða línu

Ranger
Tudor Ranger táknar allt sem Tudor stendur fyrir í landkönnun og útivist. Tudor á sér langa sögu í sterkbyggðum og praktískum úrum á viðráðanlegum verðum og nýtt Tudor Ranger er það allt saman.
Skoða línu

MICHELSEN MÆLIR MEÐ

Tudor 1926

1926 línan fagnar fyrstu árum Tudor með sparilegum og klassískum úrum. Fjórar stærðir eru í boði og margar gerðir skífa, ásamt fleiri eiginleikum svo möguleikarnir er gríðarlegir – en úrin henta jafnvel mjög vel sem „paraúr“.

Þar sem öll Tudor úr eru vatnsheld leyna 1926 úrin á sér, en þrátt fyrir að vera sparileg henta þau við öll tilefni, sama hvort þú sért á sundlaugabakkanum eða í sparifötunum í brúðkaupi. Frábær úr sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af.

HVERS VEGNA TUDOR?

Nánast frá því Tudor var stofnað, hefur það fallið í skuggann af stóra bróður sínum, Rolex. Eðlilega. Gangi hverjum sem er vel að fæðast inn í þá fjölskyldu.

Með tilkomu Black Bay línunnar árið 2012 sannaði Tudor sig enn frekar sem alvöru úramerki, sem meira en bara litli bróðir Rolex. Síðan þá hefur Tudor hefur verið óstöðvandi, framleiðandinn hefur dælt út vel heppnuðum (og oft ögrandi) hönnunum og í dag er meirihluti Tudor úra með in-house úrverkum, sem þýðir að það framleiðir eigin verk, innanhúss hjá sér, í stað þess að reiða sig á verk frá öðrum framleiðendum.

Umbreytingin er algjör á þessum tíu árum. Það er ekkert annað úramerki sem hefur bætt gæði hönnunar og framleiðslu jafn mikið á jafn stuttum tíma og Tudor.

Magnús D. Michelsen, sölustjóri Michelsen