Ókeypis heimsending.

Stundaglasið, bréf 1

Velkomin í stundaglasið, vikulega uppfærslu frá okkur í Michelsen 1909 um allt það helsta sem gerðist í síðastliðinni viku í úrabransanum. Þessar uppfærslur hjá okkur munu snúast að öllu því nýja sem að merkin eru að gefa frá sér og því helsta sem snýr að landslagi bransans. Þessi fyrsta útgáfa tæklar síðustu tvær vikur.

Seiko

Það er alltaf nóg að gera hjá Seiko og hafa síðustu vikur ýtt undir þá staðreynd, þar sem merkið gaf ekki út eitt eða tvö úr, heldur átta ný úr.

Úrin sem hafa fengið hvað mesta athygli hjá Seiko síðustu daga eru nýju King Seiko úrin, ekki aðeins eru þau einstök og skemmtileg þá eru þau líka verklega frábær þar sem þau eru knúin af úrverkum sem Grand Seiko notar. Úrin eru byggð á Vanac línunni sem Seiko gaf út árið 1972 og eru skífurnar innblásnar af háhýsum Tókýó-borgar. Ef þið viljið lesa sögu King Seiko, fylgist þá með tímaritinu í næstu viku þegar við segjum sögu þeirra.

Til að fagna 60 ára afmæli kafaraúra hjá Seiko, þá hafa þeir gefið út þrjú ný módel. Prospex 1965 og 1968 eru bæði takmörkuð við 6.000 eintök á meðan Marinemaster Prospex kafara úrið er takmarkað við 600 eintök.

Tissot

Tissot hefur uppfært PRC 100 línu sína, þar sem þeir hafa uppfært kassann og komið fyrir gangverki sem gengur fyrir sólarorku.

Breitling

Breitling var að gefa út eitt best verðlagða úrið á markaðnum. Árið 2024 gaf Breitling út þrjú úr fyrir 140 ára afmæli sitt, öll þessi þrjú úr höfðu úrverkið sameiginlegt, Breitling caliber B19. Núna hefur Breitling gefið út Navitimer í 43 millimetrum úr stáli og platínu með fallegri ísblárri skífu og 100 klukkustunda hleðslu. Verk af þessu móti eru vanalega mjög, mjög dýr ef einhver gæði eru á bak við þau og hefur Breitling haldið gæðunum án þess að fara yfir um í verði.

Einnig hefur Breitling keypt fornfræga merkið Gallet og hyggst endurvekja það, en þetta fylgir markmiði þeirra um að vera multi-brand framleiðandi. Framkvæmdarstjóri Breitling, Georges Kern, tilkynnti þetta á dögunum en Gallet fylgdi Breitling hugmyndafræðinni vel á sínum tíma. Gallet úrin verða sportúr enda voru þau þekkt fyrir að vera öflugar skeiðklukkur. Búist er við að Gallet úrin muni lenda á markaði um mitt ár 2026 og verða þau þá staðsett í lægsta verðflokki  Breitling, á bilinu 3.000,- til 5.000,- svissneskra franka.

NOMOS Glashütte

NOMOS hefur endurgert Minimatik línu sína og gefið út þrjú úr til að keyra hana af stað. Úrin koma með nýjum úrkassa og skífum og einnig nýjasta verki þeirra, sem Nomos kynnti í 2date Tangente úrunum sem komu út seint á síðasta ári. Mér finnst þetta vera flott þróun þar sem Minimatik línuna vantaði persónuleika og sitt einkennis útlit.

Blancpain

Yfir í merkin sem ekki eru á Íslandi þá byrjum við á elsta úra merki í heimi: Blancpain. Þeir gáfu út nýja útgáfu af auðþekkjanlega kafaraúri sínu Fifty Fathoms.

Anoma

Vissulega er smá síðan þetta úr var tilkynnt en mig langar mjög að nefna það. Ef þið hafið heyrt um þetta merki fáið þið klapp á bakið frá mér, úrið líkt og þið sjáið einkennist af einstöku lagi á úrkassanum.

Mido

Mido hafa tekið sín fyrstu skref í „intergrated bracelet“ sportúra bylgjunni með nýjum Multifort úrum.

Hamilton

Hamilton gaf út nýja útgáfu af Boulton úrunum sínum og í þetta sinn í samstarfi við tölvuleikinn Death Stranding 2.

Sömuleiðis hafa þeir gefið út nýja Intro-Matic skeiðklukku í þremur mismunandi litum, þar sem kassin er PVD-húðaður svartur.

Omega

Omega hefur gefið út tvö ný úr í Planet Ocean línu þeirra og eru þau bæði heimsklukkur (e. world timer).

MB&F

Eitt af merkjum safnarans, MB&F gefur út M.A.D.2, M.A.D.1 var ósköp vinsælt meðal safnara og kemur þetta úr skemmtilega á óvart.

Panerai

Emmanuel Perrin tekur stökkið frá úrsmíðadeild innan Richemont, yfit til Panerai í eigu sömu grúppu sem nýr framkvæmdarstjóri merkisins.

Urwerk

Svissneski framleiðandinn sem er þekktur fyrir að hugsa út fyrir kassann heldur því áfram með UR-101 T-Rex Edition.

Louis Vuitton

Louis Vuitton hefur gefið út skemmtilegt úr í samstarfi við Kari Voutilainen, sem er finnskur úrsmiður og framleiðandi, þekktur fyrir verklega snilld og skemmtilega hönnun.

Lokaorð

Þá líkur þessari fyrstu útgáfu af stundaglasinu, vonandi fannst ykkur þetta jafn áhugavert að lesa og mér fannst að skrifa, ekki missa af næstu útgáfu af tímaglasinu næsta föstudag.