Síðastliðinn fimmtudag, 20. mars, fengum við í Michelsen þann heiður að bjóða nemendum í viðskiptafræði við HR í okkar fyrstu vísindaferð. Við fengum til okkar nemendur í kynningu á sögu fyrirtækisins, innsýn í úramarkaðinn og að skoða allt það fallega sem við höfum upp á að bjóða í verslun okkar á Hafnartorgi.
Kynningin fól í sér, líkt og áður hefur komið fram, yfirferð á 116 ára sögu Michelsen úrsmiða. Einnig var farið yfir allsherjar sögu úra og tímamælinga, frá sólarklukkum forn-Egypta til snjallúravæðingu nútímans. Þar sem við fengum 30 nemendur á sviði viðskiptafræði þá kynntum við fjárhagsskýrslur úraiðnaðarins og lásum í þær, sérstaklega þá hvaða áhrif snjallúr hafa haft á svissneska úra iðnaðinn,
Við buðum ekki bara upp á kynningu og ræðu frá eiganda fyrirtækisins, Frank Ú. Michelsen, og syni hans, Róbert F. Michelsen sem er framkvæmdarstjóri Michelsen og úrsmiður, heldur einnig veitingar og drykki.
Þetta var okkar fyrsta vísindarferð og heppnaðist hún frábærlega. Hún hlaut mjög góðar viðtökur meðal þeirra sem mættu og er þetta eitthvað sem við viljum og munum gera að vana. Fyrir hönd starfsfólks Michelsen úrsmiða þökkum við ykkur kærlega fyrir komuna og fyrir að leyfa okkur að njóta þessara kvöldstundar með okkur. Fyrir alla sem vilja sjá hvernig fór um fólkið á viðburðinum þá látum við myndasyrpu fylgja hér að neðan.
Eins og sést á öllum þessum myndum þá var þetta virkilega skemmtilegt kvöld sem við getum harla beðið með að endurtaka. Enn og aftur viljum við þakka nemendum Háskóla Reykjavíkur kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur aftur.