Velkomin í stundaglasið, vikulega uppfærslu frá okkur í Michelsen 1909 um allt það helsta sem gerðist í síðastliðinni viku í úrabransanum. Eins og sjá má í þessu bréfi, er allt að hitna upp fyrir stærstu úrahátíð ársins, Watches and Wonders, sem hefst þann 1. apríl í Genf. Hér kynnum við ný úr frá topp merkjum á borð við Breitling, en einnig förum við yfir fjárhagslega hlið markaðsins og nefna sögulegt úr sem er að fara á uppboð.
Breitling
Breitling hefur gefið út nýja línu innan Top Time fjölskydunnar, og kynna um leið nýtt gangverk sem þeir framleiða sjálfir. Breitling Caliber B31 er fyrsta „time only“ verkið í sögu Breitling, sem sýnir aðeins tíma og dagsetningu, en Breitling hefur hingað til verið sérhæft í framleiðslu á chronograph verkum. B31 verkið er einkar þunnt m.v. að vera sjálftrekkjandi Chronometer, aðeins 4,8 mm að þykkt. Úrin koma í þremur útfærslum: græn og svört skífa, blá og hvít og svo hvít og ljósblá. Öll úrin koma í 38 millimetrum og á bæði keðju og ól.
Nýja gangverkið sem Breitling hafa sett á sjónarsviðið, B31, er stórt skref í áttina að markmiði þeirra um að gera öll verkin sín innbyrðis. B31 er hannað og gert til að vera nothæft í úr sem eru á stærðinni 38mm, 40mm, 42mm og meira að segja 44 mm. Það tók Breitling fjögur ár að fullkomna verkið og er það frumsýnt í fyrrnefndum Top Time B31 úrum og verður spennandi að bera það eigin augum.
Úrin og gangverkið voru hins vegar ekki það eina sem Breitling kynntu, Austin Butler er nýr sendiherra Breitling og passar hann einstaklega vel inn í Top Time línuna. Austin Butler nefnir í kynningunni að hann sæki mikinn innblástur frá James Dean, en orkan sem leikarar líkt og hann gáfu frá sér er gripinn í Top Time línunni sem fagnar uppreisnargjörnu hugarfari sjötta áratugs síðustu aldar. Austin Butler er því hið fullkomna val sem nýtt andlit Top Time B31 línunnar.
Uppboð
Þetta er eitt af því merkasta sem mun gerast í ár þegar það kemur að sögulegum úrum, þar sem Omega Speedmaster í eigu Neil Armstrong, og oft notað af honum, fer á uppboð. Þetta er ekki úrið sem fór á tunglið en þetta er úr sem Neil, ásamt 25 öðrum geimförum, var gefið á gala-hátíð NASA í nóvember 1969. Neil Armstrong fékk úr númer 17 og er það á uppboð í miðjum apríl, búist er við að úrið muni seljast á u.þ.b. tvær milljónir Bandaríkjadali.
Þessi frétt tengist úrum á engan hátt annan en í gegnum manninn Jörg Bucherer, þar sem vínsafn hans er að fara á uppboð til að safna pening fyrir góðgerða samtök í nafni Jörgs. Jörg Bucherer seldi fjölskyldu fyrirtæki sitt, Bucherer, til Rolex árið 2023, skömmu fyrir andlát sitt, en Bucherer er ein stærsta keðja af úraverslunum í heimi sem framleiddi mjög skemmtileg úr í undir merkinu Carf F. Bucherer, en Rolex ákvað fyrir skömmu að leggja niður framleiðslu þeirra.
Markaðurinn
Samtök svissneska úraiðnaðarins birti fjárhagstölur fyrir febrúar mánuð og litu þær ekki vel út. Heildsöluvirði útflutnings úra frá Sviss hefur fallið um rúma tvo milljarða svissneskra franka (CHF) í febrúar í samanburði við febrúar mánuð árið 2024. Þetta jafngildir um 8,2% lækkun milli ára.
Lykilbreytan hér er bandaríski markaðurinn þar sem innflutningur á svissneskum úrum féll um 7% milli ára. Eftir stöðugan vöxt á árunum 2020 til 2023 hefur verið samdráttur á markaðinum síðustu tvö ár. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir markaðinn og hafa margir innan hans, líkt og Georges Kern, framkvæmdarstjóri Breitling, nefnt hversu hættuleg þessi þróun sé muni hún halda svona áfram til lengri tíma.
Richard Mille
Þar sem tímabilið í Formúlunni er á fullu flugi, þá hafa Richard Mille í samstarfi við Ferrari gefið út nýja skeiðklukku til að fagna þessu nýja tímabili. Úrið fer allt aðra leið á samstarfi merkjanna, þar sem fyrsta úr sem þau gerðu saman þynnsta úr í heimi þegar það kom út. Þetta úr er það svo sannarlega ekki og heldur það þessum sígilda Richard Mille stíl.
Hér með líkur öðru bréf Stundaglassins. Þrátt fyrir það að flest merki séu að halda að sér höndum þegar það kemur að því að gefa út ný úr, þá voru samt mörg úr frá nokkrum af mínum uppáhalds merkjum sem fengu pláss hér.
Í næstu viku verður nóg um að vera, ekki bara hjá tímariti Michelsen og samfélagsmiðlum okkar, heldur líka í öllum úraheiminum þar sem stærsta hátíð ársins, Watches and Wonder, hefst 1. apríl í Genf. Öll nýju úrin, og já þá meina ég öll nýju úrin, verður hægt að skoða í gegnum tímarit okkar.