Ókeypis heimsending.

Stundaglasið, bréf 7

Verið öll hjartanlega velkominn í sjöunda bréf Stundaglassins. Er við tökum stefnuna inn í maímánuð og stígum með annan fótinn inn í sumarið þá er nóg um að vera, ekki bara í heimsfréttum heldur einnig í úrafréttum.

Við skoðum Rolex og heilsu iðnaðarins í kjölfar tollaáforma Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem stærri merkin eru farin að bregðast við, skoðum um merki á borð við Bell & Ross og Panerai, þar sem báðir framleiðendurnir kynntu ný úr í vikunni og brjóta þau bæði normið, eins og merkin eru þekkt fyrir að gera.

Heilt yfir þá hlakka ég til að kynna allt það helsta og nýjasta í bransanum fyrir ykkur í þessari útgáfu Stundaglassins.

Áhrif tollahækkanna Bandaríkjanna

Áhrif þessara nýju tolla Bandaríkjanna voru ekki lengi að sýna sig, þar sem margir af minni framleiðendum voru fljótir til að hækka verðið á vörum sínum. Þessu var við að búast og kom sú frétt því engum á óvart. Fólk hefur beðið spennt eftir því hvað stærri merki geirans myndu gera í kjölfari þessara stóru breytinga.

Rolex kynnti að verðin myndu hækka um 3% að meðaltali, en opinberir söluaðilar Rolex tækju þó á sig lækkun á framlegð. Omega, sem er þriðji tekjuhæsti framleiðandi Sviss samkvæmt skýrslu Morgan Stanley, tók þá ákvörðun um að hækka verð sín í Bandaríkjunum um 5%. Þessar fréttir eru skiljanlega erfiðar fyrir úraáhugafólk í Bandaríkjunum þar sem lækkun dollarans gerir þetta svo illt verra í vondri stöðu.

Í kjölfari þessara frétta hefur Rolf Struder, framkvæmdarstjóri Oris, kallað eftir samheldni milli svissneskra úraframleiðenda og klárar síðan viðtal sitt við Hodinkee með að leggja áherslu á mikilvæða gæða á aðgengilegu verði, og að fólk eigi að sækja í virði fyrir peninginn.

Seiko

Seiko hefur uppfært Prospex diver GMT úrin sín með nýjum lás og aukinni vatnsheldni. Úrið fer úr því að vera 200m vatnsþétt upp í 300m, lásinn er einnig mikið betri þar sem að hann inniheldur fínstillingu, svo hægt er að stækka hann og minka að vild án nokkurra verkfæra.

Nivada Grenchen

Nivada Grenchen tekur skref aftur til fortíðar, með nýja F77 úrinu sínu. F77 línan á sér uppruna til ársins 1977 og heldur það upprunalegri sporthönnuninni enn þann dag í dag. Úrið er úr gullhúðuðu stáli og kemur það virkilega fallega út.

Panerai

Panerai hafa verið öflugir í útgáfu nýrra úra upp á síðkastið og hafa þeir gefið út nýja Submersible skeiðklukku, í þetta sinn er það gert í samstarfi við ítalska sjóherinn, Marina Militare.

Bell & Ross

Bell & Ross hafa gefið út þrjú ný BR-03 úr til heiðurs 20 ára afmælis þessa þekkta úrs. Þesso þrjú úr eru í „skeleton“-útfærslu, þar sem hægt er að sjá gangverkið í gegnum skífuna sjálfa.

Þar með líkur sjöundu útgáfu Stundaglassins. Það var í styttri kantinum að sinni þar sem markaðurinn er á furðulegum stað, líkt og alþjóða fjármálakerfið í heild sinni út af núverandi tollastríði. Ég þakka ykkur fyrir lesturinn og hlakka til að vera aftur með ykkur næsta föstudag í 8. bréfi Stundaglassins.