Verið velkomin í 5. bréf Stundaglassins sem seinkaði aðeins vegna páskanna. Í þessari útgáfu höfum við góða blöndu af stórum framleiðendum á borð við elsta úramerki í heimi, Blancpain, og IWC, yfir í minna þekkta framleiðendur líkt og March LA.B og Biver. Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á rekstrarhlið bransans þá rýnum við rekstrarreikning LVMH fyrir fyrsta ársfjórðung.
LVMH
Miðað við heimsaðstæður og óvissu á mörkuðum síðastliðnar vikur, þar sem stór valdur þeirra óvissu er ríkisstjórn Trumps og tollar Bandaríkjanna. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru tekjur LVMH örlítið lægri miðað við fyrsta ársfjórðung 2024. Tekjur LVMH lækkuðu um 2% þegar öll svið fyrirtækisins eru tekin saman og nefna þeir að smávægileg lækkun hafi verið á Bandaríkja- og Japansmörkuðum. Úr og skartgripir var eini flokkurinn sem stækkaði frá því í fyrra, en helstu merkin í þeim flokki eru TAG Heuer, Hublot, Bvlgari og Tiffany & Co.
Blancpain
Elsti úraframleiðandi heims hefur gefið út nýtt úr í Fifty Fathoms kafarafjölskyldu sinni. Síðastliðin tvö ár hafa 42mm úrin í þessari línu verið í títaníum eða gulli, en nú er einnig hægt að fá það í sívinsælli stálútgáfu.
IWC
Ein af stoðum IWC eru keramik úrkassar, þar sem IWC voru fyrstir í þessari þróun þegar þeir gefa út fyrsta keramik úrið árið 1985. Top Gun-línan, sem þetta úr tilheyrir, hefur oft á tíðum verið gerð úr keramiki og oft í mismunandi litum. Þetta einstaka úr kemur með hvítri ól og hvítum keramik úrkassa.
Biver
Biver hefur bætt við tveimur úrum í gulagulli, annað þeirra er með gylltri skífu sem tónar við gullkassann. Hitt er hins vegar mun áhugaverðara þar sem skífan er úr koltrefjum og er munstrið á henni virkilega fallegt.
H. Moser & Cie
H. Moser & Cie gáfu út mjög litrík úr þegar Watches and Wonders hátíðin gekk í garð og hafa þeir haldið því áfram í kjölfar hennar. Þar sem það eru nú páskar gáfu þeir út yndislega gula skífu sem minnir á túlípana.
March LA.B
Mitt uppáhalds af nýjustu úrum vikunnar eru AM2 úrin frá March LA.B. Úrin eru einstök í laginu og er munstrið á skífunni virkilega fágað. Úrin eru með GMT eiginleika og er þau því mjög praktísk.
Yema
Franski framleiðandinn Yema hefur uppfært Superman-línu sína með nýjum skífulitum á Skin Diver-úrin og hefur einnig sett micro-rótor gangverk sitt í þetta sögulega kafaraúr.
Eftir tiltölulega rólega viku í bransanum þá lýkur hér með 5. bréfi stundaglassins. Sum þessarra merkja, eins og Yema og March LA.B, er ég mjög sáttur með að geta sett í þetta bréf þar sem þau eru að gera hluti sem enginn annar gerir.