Ókeypis heimsending.

Stundaglasið, bréf 6

Verið hjartanlega velkominn í sjötta bréf Stundaglassins. Við förum víða í þessu bréfi, frá Bretlandi til Þýskalands til Sviss og Japans, þannig að það má segja að við förum í kringum „úrsmíðahnöttinn“. Ég er ekki frá því að þetta sé litríkasta útgáfa Stundaglassins til þessa og hlakka ég til að kynna allt það nýja úr bransanum fyrir ykkur.

Seiko

Byrjum í Japan og þá er að sjálfsögðu rætt um Seiko. Framleiðandinn hefur verið rólegri í útgáfu úra í ár miðað við oft áður, þar sem Seiko hefur ekki gefið út ný úr í nokkrar vikur núna – sem er ákveðið afrek fyrir Seiko, sem á það til að vera ör á þessu svæði.

Það sem vantar upp á í magni af nýjum úrum bætir Seiko upp fyrir í gæðum, nú koma þessi gæði fram í þremur nýjum útgáfum af vinsælu Style 60s-línu þeirra. Úrin koma í þremur mismunandi litaútfærslum, líkt og sést hér að neðan og með uppfærði keðju, sem tónar einstaklega vel við kassann.

Þar sem ég á Style 60s úr sjálfur, mæli ég að sjálfsögðu eindregið með þeim, og fyrir reglulega lesendur þá vita þeir að uppáhaldið mitt af þessum þremur nýju litum frá Seiko er auðvitað skærasti liturinn, gulur.

NOMOS Glashütte

Litagleðin heldur áfram þar sem við stökkvum frá Asíu yfir til Evrópu: til höfuðstöðva á þýskri úrsmíði, Glashütte. NOMOS voru mjög sjáanlegir þegar það kom að Watches and Wonders hátíðinni, þar sem þeir gáfu út átta mismunandi útfærslur af nýju heimsklukkunni þeirra.

Nú hafa þeir hins vegar gefið út aðeins tvö ný litrík úr innan vanmetnu Metro-fjölskyldunnar. Úrin eru gerð fyrir 50 ára afmæli Ace Jewelers í Hollandi og sést það á skífunum að þær eru einstaklega hollenskar.

Christopher Ward

Höldum okkur í Evrópu og förum yfir til Bretlands, þar sem Christopher Ward hefur gefið út nýja línu sem nefnist C12 Loco. Úrið er í svipuðum stíl og Bel Canto-úrin þeirra sem hafa hlotið mikið lof meðal safnara.

Studio Underd0g

Höldum okkur á Bretlandi og förum í minna þekkt merki þaðan. Studio Underd0g eru aðallega þekktir fyrir litagleði og sýna þeir það í nýjustu úrum sínum.

Breguet

Framleiðandi sem við nefndum í grein okkar um dömuúr fagnar 250 ára afmæli í ár, til að fagna hafa þeir gefið út þetta einstaka og gullfallega úr. Úrið sækir innblástur til Souscription-vasaúrsins og er það frábær leið til að byrja fögnuðinn á þessu merka ári í sögu fyrirtækisins.

Zenith

Zenith hefur gefið út nýjan Chronomaster með þreföldu dagatali. Úrið er líka einstaklega fágað þökk sé rósagull úrkassanum og rósagull tónum á skífunni.

Formex

Formex gerir þér nú kleift að eiga bút úr alheimssögunni þar sem skífan á nýjasta úri þeirra inni heldur ísbláan loftstein. Steinninn er ekki bara gamall, hann um 4,5 milljarða ára gamall.

Þar með líkur þessari sjöttu útgáfu, og síðustu útgáfu aprílmánaðar. Við fórum um víðan völl og eru sumarlitirnir farnir að láta sjá sig meira og meira. Takk kærlega fyrir samfylgdina, sjáumst aftur næsta föstudag.