Ókeypis heimsending.

Stundaglasið, bréf 18

Velkominn öll í 18. bréf Stundaglassins. Eftir endurkomuna fyrir nokkrum vikum síðan höfum við loksins náð fullum krafti. Geneva Watch Days komu og fóru og þar létur margir stórir og enn fleiri smærri framleiðendur ljós sitt skína. TAG Heuer ákváðu að reyna að finna upp hjólið með glænýrri leið til þess að sýna tunglstöðuna og Vacheron Constantin opnaði listasýningu.

Byrjum þetta á TAG Heuer.

TAG Heuer

TAG Heuer voru virkilega uppteknir á hátíðinni í Genf, þeir gerðu ekki aðeins glænýja undirlínu Carrera sem nefnist Astronomer, heldur kynntu þeir líka glænýja spíralfjöður. Ný spíralfjöður er ein og sér virðingarverð, en hún sker sig út og er einstök því hún er gerð úr kolefnum (e. carbon). TAG Heuer hefur notað Carrera skeiðklukkurnar og Monaco línuna til að sýna tækninýjungar og sýna þar fram á d’avant garde andann sem merkið hefur.

Kolefni og koltrefjar hefur verið notað áður til að gera úrkassa og skífur, en þetta markar upphaf þess að nota það í spíralfjaðrir. Til að fagna þessum áfanga höfum við fengið nýtt Monaco úr þar sem úrkassinn og skífan eru úr kolefni og notar úr þessa nýju TH-Carbonspring spíralfjöður. Úrið er einnig verklega áhugavert þar sem það inniheldur „flyback“-skeiðklukku eiginleika. Hitt úrið er í Carrera línunni og inniheldur það tourbillon, sem er virkilega fallegur eiginleiki sem sjá má í mörgum dýrari úrum.

Nú komum við að úrunum sem hafa fengið hve mesta athygli frá aðdáendum TAG Heuer, Carrera Astonomer línan myndar tilraun til að finna upp hjólið þegar það kemur að tunglferil. Hin hefðbundna leið hefur verið normið mjög lengi og hafa nær öll úra merki á einum tímapunkti eða öðrum haft slíkt úr í útboði sýnu.

Hin hefðbundna leið til að sýna tunglferil er falleg en hún er hugsanlega orðin þreytt, hún er einnig ekki mjög nákvæm í að framleiða upplýsingum varðandi staðsetningu tunglsins. Þessi nýja útfærsla er töluvert nákvæmari í þessum gang og er mun einfaldara að lesa þær upplýsingar sem hún hefur upp á að bjóða. Einnig gefur hún skífunni nýja dýpt sem gamla leiðin veitir ekki.

Tissot

Þetta er útgáfa sem ég bjóst ekki við, Tissot hefur hægt og hljóðlega verið að byggja upp og styrkja flottan sinn af COSC-vottuðum úrum. Nú hafa þeir bætt COSC-vottuðum, sjálftrekktum úrverkum í Ballade línu sína sem hefur verið afskaplega vinsæl í verslun okkar. Línan er frá 1994 en hún var endurgerð og uppfærð í fyrra. Stærðin á úrunum er þægileg þar sem þau koma í 39mm og 30mm.

Vacheron Constantin

Til fögnuðar 270 ára afmælis Vacheron Constantin hafa þeir gefið út eina fallegust klukku sem nokkurn tíman hefur verið gerð. Hún er einnig fáránlega flókin og hefur verið í hönnun og smíðum í sjö ár. Klukkan (e. astronomical clock eða stjörnuúr) inniheldur yfir 6.000 parta og koma þeir saman til að mynda klukku sem er yfir metri á hæð. Einnig var gefið út úr í stíl, sem tók þrjú ár að hanna og inniheldur verið 512 parta.

Gérald Genta

Nokkur úr litu dags síns ljós frá húsi Gérald Genta en mig langar aðallega að leggja áherslu á eitt þeirra, sem er án efa mitt uppáhalds af þeim úrum sem sýnd voru á hátíðinni. Þetta er ofboðslega stílhreint formlegt úr með svartri skífu, í gullkassa. Úrið inniheldur einnig „minute repeater“ sem klingir tímann. Úrkassinn er ekki ferningslaga, en minnir frekar á mjúkar brúnir steins í fjöru.

Audemars Piguet

Audemars Piguet hafa uppfært þann hluta af Royal Oak línu sinni sem inniheldur hlaupársdagatal. Úrin koma nú í 38mm úrkassa sem setur hann í þá allra bestu stærð er kemur að úrum, að mínu mati. Ber að nefna að ég er hugsanlega með smáan úlnlið en það kemur málinu ekki við. Mér finnst reyndar meira spennandi að 11.59 línan hafi fengið sömu uppfærslu varðandi stærð, þar sem mér finnst sú lína oft vanrækt hjá Audemars Piguet.

A. Lange & Söhne

A. Lange & Söhne setur svip sinn á alla viðburði sem þeir taka þátt í og ef NOMOS er ekki að gefa út úr á viðburðinum, þá er ég alltaf spenntastur fyrir því sem A. Lange gerir. Það má segja að þeir hafi ekki valdið mér vonbrigðum. Byrjum á nýja 1815 úrinu sem hefur úrkassa úr platínu og tourbillon og ekki nóg með það, þá er skífan emeleruð svört og dýpri en vetrarnótt.

Úrið sem ég er hins vegar hrifnari af er innan Richard Lange línunnar. Hér höfum við að mínu mati eina mestu list sem hægt er að hafa í úrsmíði. Úrið er í hvítagulli með bleikri gullskífu eins og þeir kalla þetta. Úrið sýnir fullkomið jafnvægi á því hvernig eigi að blanda saman einfaldleika og einstakleika, á þann hátt að einfalt er að lesa af úrinu. Verklega er úrið tæknilegt undur þar sem sekúndu vísirinn tifar á sekúndufresti, í stað fjögurra tifa á sekúndu líkt og sjá má á hefðbundnum mekanískum úrum.

Hér með líkur uppgjöri okkar á fréttum vikunnar. TAG Heuer tók mikið af sviðsljósinu líkt og þeir eiga svo sannarlega skilið miðað við úrin sem þeir létu frá sér á hátíðinni, við töluðum um mörg af fínni merkjum heims sem er alltaf skemmtilegt þar sem það er ekki á hverjum degi sem þau gefa út ný úr.

Ég vil minna á grein síðustu viku þar sem við fórum yfir hver á hvað í úra heiminum, sú grein var aðeins fyrri hluti af tveggja hluta seríu sem við munum halda áfram með í næstu viku er við klárum að fara yfir hver á hvað. Líkt og alltaf þá þakka ég kærlega fyrir samveruna, þar til næst.