Golden Globes verðlaunahátíðin árið 2025 hefur komið og farið. Hátíðir sem þessar sýna vanalega nýjustu tísku í förðun, fatnaði, hári og úrum. Einblínum á þennan síðasta þátt og förum yfir hvaða úr sátu á höndum stórstjarna hátíðarinnar.
Dwayne „The Rock“ Johnson með IWC Portugieser
Dwayne „The Rock“ Johnson var sást með eitt vinsælasta og merkilegasta úr ársins 2024, IWC Portugieser Eternal Calander, sem mun halda réttri dagsetningu næstu 45 milljón árin. Úrið vann t.d. ein merkustu úraverðlaun á árinu: Aiguille d‘or Grand Prix hjá GHPG.
Hátíðir líkt og þessi, eins og Óskarinn eða Grammý tónlistar hátíðin, hafa vanalega mörg gullfalleg úr. Framleiðendurnir sjálfir keppast einnig um að geta sett úrin sín á hendur stórstjarna. Þetta hefur mikið gildi fyrir framleiðendurna þar sem þetta er frábær auglýsing og mikilvægt tól til markaðssetningar. Þetta gefur líka merkjum líkt og Omega og TAG Heuer sem eru þekktari fyrir grófu sportúrin sín að sína stílhreinu og klassísku hlið sína.