Ókeypis heimsending.

Úrin á Golden Globes 2025

Golden Globes verðlaunahátíðin árið 2025 hefur komið og farið. Hátíðir sem þessar sýna vanalega nýjustu tísku í förðun, fatnaði, hári og úrum. Einblínum á þennan síðasta þátt og förum yfir hvaða úr sátu á höndum stórstjarna hátíðarinnar.

Sir Elton John með Rolex Cosmograph Daytona

Sir Elton John byrjar þetta sterkt með Rolex Daytona og ekki bara hvaða Daytona sem er, heldur nýttist hann við hvítagulls Daytona með demöntum og perlumóður skífu.

Dwayne „The Rock“ Johnson með IWC Portugieser

Dwayne „The Rock“ Johnson var sást með eitt vinsælasta og merkilegasta úr ársins 2024, IWC Portugieser Eternal Calander, sem mun halda réttri dagsetningu næstu 45 milljón árin. Úrið vann t.d. ein merkustu úraverðlaun á árinu: Aiguille d‘or Grand Prix hjá GHPG.

Anthony Mackie með IWC Portugieser

The Rock var ekki sá eini sem kom með IWC. Anthony Mackie kom einnig með IWC Portugieser en ekki Eternal Calander útgáfuna, heldur fór hann í stílhreint og klassískt „small seconds“ úr frá þeim.

Michelle Yeoh með Richard Mille RM 07-01

Töffarinn Michelle Yeoh sést alltaf með eitthvert af Richard Mille úrum sínum og var þessi hátíð enginn undantekning er hún var með svarta demanta og rósagull útgáfu á Golden Globes 2025.

Jeremy Strong með Richard Mille RM 72-01

Líkt og Michelle Yeoh þá sást Jeremy Strong einnig með Richard Mille úr en þar sem hún fer í svart þá fer hann í hvítt.

Daniel Craig með Omega Speedmaster Moonwatch Professional

Omega átti nóg af fulltrúum og helstur af þeim var brand ambassadorinn James Bond, Daniel Craig. Speedmaster Professional í 18 karat rósagulli fékk þann heiður að sitja á hönd hans þessa kvöldstundina.

Nicole Kidman með vintage Omega

Nicole Kidman hélt sig við Omega en fór svolítið aðra leið, þar sem hún var með yfir hundrað ára gamalt Omega frá árinu 1920, sem gefur henni þá viðurkenningu að hafa elsta úrið á þessu kvöldi.

Andrew Garfield með Jaeger-LeCoultre Reverso Tribute

Minn uppáhalds leikari á mitt uppáhalds úr frá kvöldinu, en Andrew Garfield var með JLC Reverso Tribute í 18 karata rósagulli.

Jake Gyllenhaal í Cartier Privé Tortue

Margir notast að sjálfsögðu við Cartier í svona aðstæðum þar sem hreinleiki og klassi eru fyrir öllu. Jake Gyllenhaal notaði eitt af úrum Cartier frá árinu 2024 með Cartier Privé Tortue.

Sebastian Stan í Cartier Fabergé

Sebastian Stan fór hins vegar í ræturnar og gróf upp Cartier Fabergé frá 7. áratug síðustu aldar.

Hátíðir líkt og þessi, eins og Óskarinn eða Grammý tónlistar hátíðin, hafa vanalega mörg gullfalleg úr. Framleiðendurnir sjálfir keppast einnig um að geta sett úrin sín á hendur stórstjarna. Þetta hefur mikið gildi fyrir framleiðendurna þar sem þetta er frábær auglýsing og mikilvægt tól til markaðssetningar. Þetta gefur líka merkjum líkt og Omega og TAG Heuer sem eru þekktari fyrir grófu sportúrin sín að sína stílhreinu og klassísku hlið sína.