Ókeypis heimsending.

Saga TAG Heuer Monaco

Eins og fram kom í grein okkar um Breilting Navitimer og sögu hans, þá þarf einstakt úr til að verða auðþekkjanlegt. Mælikvarðinn sem við settum fram var hönnun, gæði, áhrif og, mikilvægast af öllu, saga. Þetta á líka við um úrið sem fjallað er um í þessari grein og blandast saga þess frá upphafi mikið við Breitling Navitimer. TAG Heuer er framleiðandinn og Monaco er línan.

Árið 1969 markar tímamót í úraheiminum þar sem það er í raun upphafið að endanum fyrir marga svissneska úraframleiðendur, þar sem japanski framleiðandinn Seiko gaf út fyrsta quartz úrið fyrir almennan markað. TAG Heuer er ekki eitt af þeim merkjum, þar sem þessi nýjung sem ruddi mörgum stórum svissneskum framleiðendum úr vegi sér. Þetta sama ár gaf TAG Heuer, sem þá hét Heuer, út sína eigin nýjung ásamt Breitling, Hamilton, Buren og Dubuis – Depraz: fyrstu sjálftrekktu skeiðklukkuna. Heuer settu þetta verk í Autavia og Carreara úrin sín og innan Carrera línunnar gáfu þeir út nýtt úr.

Monaco var heitið og vísaði það til Monaco Formúla 1 kappakstursins sem Heuer var mikið tengt, þar sem skeiðklukkur þeirra voru notaðar við tímatöku á öllum Formúla 1 kappökkstrum á þeim tíma. Sjálftrekkta skeiðklukkan var ekki eina nýjungin sem Heuer kom með við útgáfu Monaco úrins, heldur var úrkassinn sjálfur einstakur: þetta var í fyrsta skipti sem ferkantaður kassi var 100 metra vatnsþéttur. Eins og sést, þá er krónan öfugu megin, margar sögur fara að því hvers vegna það er. Sumir segja að það sé vegna þess að úrsmiðirnir hafi verið í svo mikilli tímaþröng að þeir hafi snúið verkinu öfugt, en aðrir segja að það hafi verið til að sýna það að úrið væri sjálftrekkt og erfiðara er því að trekkja það ef krónan er öfugu megin. Þetta gerði þar að leiðandi Monaco úrin fullkomin, ekki bara fyrir ökumenn Formúlunnar, heldur einnig hentugan fyrir áhugamanninn til að nota dags daglega.

Monaco er ekki aðeins eitt þekktasta úr úraheimsins, heldur einnig kvikmyndasögunnar. Tengsl Heuer við kappakstur var mikil, eins og áður hefur komið fram, og var einn talsmaður Heuer úraframleiðands Joseph Siffert eða Jo Siffert, sem var mikill ökumaður. Steve McQueen, „the king of cool“, lék umræddan Jo Siffert í myndinni Le Mans árið 1971 og í þeirri mynd notar hann, líkt og Jo Siffert, Heuer Monaco.

Lokaorð

Undir stjórn Jack Heuer urðu miklar framfarir á tækni, aðferðum og hönnun á úrum frá þeim og voru þar fremst í flokki Monaco og Carrera. TAG Heuer merkið hefur vaxið og dafnað síðan Monaco var fyrst kynnt og sama hvað gerist, þá munu þeir alltaf geta sagst eiga ekki aðeins fyrsta ferhyrnda úrið til að vera 100 metra vatnsþétt eða að eiga fyrstu sjálftrekktu skeiðklukkuna, heldur að þeir eigi mögulega þekktasta úr á plánetunni.