Það eru mörg úr í sögunni sem eru mikilvæg fyrir framþróun sína og hafa ýtt úraheiminum áfram: Rolex Oyster sem fyrsta vatnsþétta úrið, Rolex Perpetual sem fyrsta nútíma sjálftrekkta úrið með sjálfvindulóði sem er notað til að knúa áfram gangverkið, en það sem mögulega skákar þessuu öllu er Seiko Astron, fyrsta quartz úrið. Þó að Seiko Astron hafi verið fyrsta úrið til að notast við quartz-verk, þá var það ekki algjör nýjung í klukku- og úrabransanum. Eiginleikar quartz og áhrif þess á tímatöku hafa verið þekkt síðan 1880. Árið 1927 gerðu Bell Labs í Bandaríkjunum fyrstu quartsknúnu klukkuna. Þótt það hafi vissulega verið merkt afrek, þá var það langt frá því að vera praktísk þar sem að klukkan var stór og leit svolítið klunnalega út.
Hvernig virka quartz úr og hvaða áhrif hefur kristallinn á tímatöku? Í grunninn er þetta rafknúið og virkilega einfalt, það er rafhlaða sem sendir rafstraum í lítinn quartz-kristal, hann titrar 32.768 sinnum á sekúndu, þessi titringur er talinn og gripinn af rofa sem sendir rafstraum í mótorinn sem snýr tannhjólunum, hjólin sem snúa vísunum fá sendan rafstrauminn á sekúndufresti og snúa sekúnduvísinum eftir því. Þetta leiðir til þess að úrið tifar einu sinni á sekúndu á átta tifa á sekúndu í hefðbundnum fjögurra hertza mekanískum úrum.
Quartz úr eru fyrst og fremst nákvæmari út af quartz kristalnum sem tikkar á 32.768 Hertz (Hz) tíðni á móti algengri 4 Hz tíðni mekanískra úra sem gerir 8.000 sinnum hraðari tíðni. Þetta veldur því m.a. því að öll utanaðkomandi truflun (högg, hitabreytingar, segulmagn o.fl) hafa síður neikvæð áhrif á gang verksins. Einnig hefur áhrif að quartz úr hafa mun færri parta og hjól til að deila niður kraftinum frá rafhlöðunni til vísa samanborið við mekanísk gangverk. Það má því segja í einföldu máli að milligóð quartz úr hafa skekkjumörk uppá 10 sek á mánuði á meðan bestu mekanísku verkin hafa skekkjumörk uppá ca 5 sek á dag. Munurinn er því talsvert mikill.
Hvers vegna velur fólk quartz verk yfir mekanísk verk og af hverju var þetta svona mikil bylting á sínum tíma? Það eru fjölmargar ástæður fyrir því; quartz úrin eru nákvæmari, (almennt) ódýrari, þau þarfnast minni umhugsunar þar sem þau ganga í tvö ár án þess að stoppa (í stað nokkurra daga eins og mekanísk úr) og þar sem quartz-ýrverk er mun einfaldara, þá er minna sem getur bilað. Eina sem þarf að huga að er að skipta um rafhlöðu á u.þ.b. tveggja ára fresti og almennt viðhald á 7-10 ára fresti.
Allt þetta varð til þess að Japan náði að skeika svissneska úraiðnaðinum og nánast knésetja hann. Á árunum fram að útgáfu Seiko Astron voru 85% af úrum á markaðnum frá Sviss, eða um 19 milljónir af þeim 21 milljón úrum sem seldust árlega. Á þessum tíma var framleiðslan dreifð þar sem yfir 2.000 svissneskir framleiðendur leiddu þessa gullöld áfram. Aðeins nokkrum árum seinna voru undir 500 framleiðendur eftir.
Eins og áður kom fram voru Seiko fyrstir til að gefa út quartz úr, en á árunum áður höfðu svissneskir framleiðendur verið að prófa sig áfram í þessu en hætt þeim prófunum þegar þeir komust að þeim áhrifum sem það gæti haft á stærsta útflutningsiðnað Sviss.
Þetta skipti Seiko hins vegar engu máli og árið 1969 er Seiko Astron gefið út. Til að byrja með hefur úrið ekki alla þessa eiginleika sem við töluðum um, það er ekki nákvæmara en mekanísku úrin og er um 5 sekúnda skekkja á dag, það er ekki ódýrara þar sem það kostaði það sama og nýr bíll. Seiko voru hins vegar fljótir að komast í gegnum þessa vaxtaverki og Astron tók á flug. Þetta markar upphaf atburða sem kallast tveimur nöfnum, í Japan kallast þetta quartz-byltingin en í Sviss kallast þetta quartz-krísan.
Úrið sjálft er þekktast fyrir part sinn í þessari byltingu og varð quartz mjög stór hluti af úramarkaðinum í fleiri ár á eftir, meira að segja James Bond fór að nota Seiko, ef þið viljið lesa ykkur betur til um úrin sem njósnarinn var með þá er grein um öll úrin á síðunni okkar. Seiko stansaði hins vegar ekki við eina tækninýjung í Astron úrunum og árið 2012 gefa þeir út fyrsta úrið sem nýtist við sólar-rafhlöðu og GPS-tækni til að sýna tímann alveg nákvæmlega. Í staðinn fyrir að vera með einfalt quartz-verk, líkt og hin hefðbundnu quartz úr, þá eru þessi sólar GPS úr virkilega flókin og tæknileg í framleiðslu.
Þannig að, hvernig virka þessi sólar GPS úr? Til að skilja virkni úrsins að fullu þurfum við að byrja á virkni sólarknúinna úra. Skífan á sólarúrum hleypir ljósi í gegn og þaðan í sólarsellu sem hleður lithium rafhlöðu, sem fer í gegnum sama ferli og á quartz úrunum. Þetta þýðir að hægt er að hlaða rafhlöðuna með ljósorku sem sólarsellan breytir í raforku. Hleðslan á rafhlöðunni verður þá ekki tvö ár líkt og með hefðbundnu quartz verkin, heldur verður hún um sex mánuðir sem hægt er að endurhlaða aftur á rafhlöðuna með ljósi, rafhlaðan sjálf endist því lengur á milli þess sem þarf að skipta um hana.
Á nýju Astron úrunum frá Seiko með 5X og 3X verkunum er GPS sólar verkið virkilega praktískt fyrir þá sem ferðast mikið, þar sem einn helsti eiginleiki úrsins er hversu auðvelt er að færa tímann á milli tímabelta. Segjum að þú ferð frá Íslandi til New York, með fimm klukkustunda mun og með því að ýta á tvo takka á úrinu, þá á innan við þremur sekúndum sýnir úrið réttan tíma í New York. Til að stilla það síðan aftur á heimatíma, eða íslenskan tíma í þessu dæmi, þá ýtirðu aftur á þessa tvo takka og þá sérðu heimatíman.
Ekkert vesen með það að reikna tímamismuninn og stilla vísana. Úrið er einnig með nákvæmustu úrum á markaðnum þar það tengist gervihnöttum daglega og stillir nákvæman tíma, það er svo nákvæmt að ef það gerði þetta daglega í 100 þúsund ár þá væri það bara búið að tapa einni sekúndu.
Lokaorð
Astron úrin eru eitthvað sem ég myndi kalla tæknilegt undur, við hjá Michelsen höfum nóg af Astron úrum til að njóta, við viljum bjóða ykkur velkomin að velja næsta förunaut í ykkar ævintýrum með Seiko Astron.