Ókeypis heimsending.

GPHG verðlaunahátíðin 2025

GPHG-hátíðin er sú virtasta í þessum iðnaði sem við elskum, þó hún sé langt frá því að vera fullkomin. Þótt stór merki á borði við ROLEX og Patek Philippe taka ekki þátt, þá er alltaf spenna í aðdraganda hátíðarinnar til að sjá hvaða úr standa upp úr frá liðnu ári. Alls eru gefin út 20 verðlaun í jafn mörgum flokkum. Þar sem það yrði langdregin upptalning þá tek ég saman helstu og áhugaverðustu sigurvegarana frá hátíðinni.

Þar sem þetta verður ágætlega löng grein þá tel ég best að við stökkvum í djúpu laugina með stærsta sigurvegara kvöldsins.

Aiguille d’Or

Líkt og ég nefndi í bréfi 22 af Stundaglasinu, þá hlaut Breguet stærsta heiður kvöldsins með því að taka heim Aiguille d’Or, aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta gerðu þau með Souscription úrinu, sem dregur innblástur frá fyrstu Souscription vasaúrunum sem hinn goðsagnakenndi Abraham Louis Breguet gerði á sínum tíma. Frábær leið til að fagna 250 ára afmæli merkisins.

Ladies’ Watch Prize

Úrið sem hlaut verðlaunin fyrir dömuúr ársins er eitt sem við sáum fæðast fyrr á þessu ári, og ræddi ég það þegar við fórum yfir LVMH Watch Week í janúar. Þetta er appelsínan, eins og ég og aðrir kalla það, frá Gérald Genta sem aðeins teymið innan Gérald Genta hefði getað skapað.

Men’s Watch Prize

Þessi verðlaun hlutu gömlu félagar Róberts Michelsen, framkvæmdastjóra og úrsmiðs Michelsen 1909, sem starfaði sem yfirúrsmiður hjá Urban Jürgensen á árunum 2015-2018. Þetta markar frábæra endurkomu þeirra á árinu, nú undir stjórn Kari Voutilainen.

Time Only Watch Prize

Aftur horfum við til LVMH Watch Week, þar sem við ræðum eitt af mínum uppáhalds úrum frá þessu ári, með Daniel Roth Extra Plat í rósagulli. Það eina sem er einstaklega óaðlaðandi er verðmiðinn úrinu, þar sem hann er ótrúlega hár en útlits- og verklega séð á þetta úr meira en skilið að vinna til bara einna verðlauna.

Iconic Watch Prize

Smá spes verðlaun en ef að það merkir að ég fæ að ræða um Audemars Piguet Royal Oak Perpetual Calander uppfærsluna sem kom út fyrr á þessu ári, þá er ég sáttur. Það sem er einstakt við þetta úr er ekki sandtónaði gullliturinn, heldur frekar að það inniheldur allt nauðsynlegt til að stilla þetta flókna úr í krónunni í stað þess að þurfa að treysta á hnappa á hliðum úrkassans.

Chronograph Watch Prize

Ég efast um að margir þekki merkið sem vann verðlaunin fyrir bestu skeiðklukkuna, þar sem ég hafði ekki almennilega kynnst því fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar ég loksins fékk að upplifa eitt í persónu. Angelus er fáránlega skemmtilegt merki sem framleiðir mjög takmarkað magn á hverju ári og eru það verklega frábært.

Challenge Watch Prize

Ég fer bráðum að hljóma eins og biluð plata, en ég fæ að skrifa aftur um Dennison þar sem Tiger Eye steinskífan þeirra vann til verðlauna. Challenge verðalunin eru oftast veitt fyrir einstaka hönnun sem sker úr frá hefðbundnu normi fræðinnar á skemmtilegan og fágaðan hátt.

Tourbillon Watch Prize

Ef að það er eitthvað sem kemur mér engan veginn á óvart, þá er það að Bvlgari hafi unnið til verðlauna með Octo línuna sína. Þegar kemur að tourbillon úrum, hafa þeir staðið höfðinu hærra en restin af bransanum þar sem þeir gera ávalt þynnri og þynnri útfærslur.

Þar með líkur þessari yfirferð á GPHG-hátíðinni. Alls eru 20 verðlaun veitt og fór ég fór aðeins yfir átta þeirra, þannig ég mæli eindregið með því fara á vefsíðu þeirra að skoða restina.

Þangað til vil ég óska Chronos – Michelsen, systurfyrirtæki okkar, innilega til hamingju með opnun nýju versluninnar í Kringlunni, þar sem finna má ný merki á borð við Baume et Mercier og Junghans í úrum.