Ókeypis heimsending.

Kaupmaðurinn á horninu: Saga Michelsen

Á Jóladag var frumsýndur sjónvarpsþátturinn Kaupmaðurinn á horninu: Saga Michelsen á Hringbraut.

Sigmundur Ernir, sjónvarpsmaður hokinn af reynslu, kom og ræddi við okkur í verslun okkar á Hafnartorgi, Michelsen 1909, þannig að áhorfendur geta skyggnst inn í heim úrsmíðinnar og vandaðra úra.

Eins og margir Íslendingar vita, er Michelsen eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, en það hefur alltaf verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa fjórir úrsmiðir í beinan legg starfað í fjölskyldufyrirtækinu.

Fyrir þau sem vilja horfa á þáttinn, má sjá hann hér á vef Hringbrautar.

Skildu eftir svar