Jennifer Lawrence er einhver mest heillandi leikkona heims. Frá því hún lék í myndinni Winter’s Bone árið 2010, einungis 20 ára gömul, og hlaut fyrir það Óskarsverðlaunatilnefningu, hefur hún rækilega stimplað sig inn sem ein skærasta stjarna kvikmyndaheimsins. Hún hlaut seinna Óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki og auk þess verið tilnefnd til fjölda BAFTA, SGA og Golden Globes verðlauna.
Nú gengur Jennifer Lawrence til liðs við Longines sem nýjasti „sendiherra glæsileikans“, eins og Longines orðar það.
Um samstarfið segir Jennifer, „Longines er rótgróið fyrirtæki með ríka sögu í nýjungum og gæðum. Einhverjir mestu brautryðjendur sögunnar hafa treyst Longines fyrir tímanum sínum. Ég er spennt að ganga til liðs við Longines-fjölskylduna og hlakka til áranna framundan saman.“
Þó að fjölbreytt kvikmyndahlutverk Jennifer Lawrence hafi gert hana að einni þekktustu leikkonu heims, er hún samt svo miklu meira en það. Þegar hún er ekki á hvíta tjaldinu er hún ástríðufullur málsvari kynjajafnréttis og situr í stjórn Represent.us, samtaka sem vinna að því að koma lögum í gegn sem vinna gegn spillingu í Bandaríkjunum.
Jennifer bætir svo við, „Longines hefur fyrir mér í langan tíma verið samnefni yfir timalausan glæsileika. Og sem innfæddur Kentucky-búí hef ég alltaf tengt Longines við Derbyið [150 ára kappreiðamót á hestum í Kentucky sem Longines er bakhjarl] og sem holdgerving þess að halda í hefðirnar.“
Longines og Michelsen bjóða Jennifer Lawrence velkomna í fjölskylduna.
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.