Heimsent samdægurs ef þú pantar fyrir kl 12.

Longines 190 ára

THE LONGINES MASTER COLLECTION 190TH ANNIVERSARY

Longines er án nokkurs vafa framleiðandi sem byggir á hefðum, hefðum sem það sækir í langa, ríka og samfellda sögu merkisins. Til marks um það er vörumerki Longines, vængjaða stundaglasið, er elsta skráða vörumerki heims (1889), sem enn er í notkun í óbreyttri mynd.

Í 190 ár hefur Longines verið í fremstu röð svissneskra úraframleiðanda, sem það fagnar með útgáfu sérstakra úra í tilefnis þessa merka áfanga. Við vorum svo heppin að fá til okkar tvær, af þremur, týpum sem voru framleiddar í tilefni afmælisins. Í stáli er úrið framleidd í viðhafnarútgáfu og takmörkuðu, en ekki númeruðu, upplagi og við fengum slíkt úr. Í gulli eru aðeins framleidd 190 eintök og fengum við einu úthlutað til okkar, sem hægt er að skoða í verslun okkar, Michelsen 1909 á Hafnartorgi

THE LONGINES MASTER COLLECTION 190TH ANNIVERSARY í gulli

The Longines Master Collection skarar framúr þegar kemur að nákvæmninni sem lögð er í hvert einasta smátriði. Hér er um að ræða úr í 18kt gulli og voru aðeins framleidd 190 eintök. Okkar eintak er númer 161.

Skífan er grá, með burstaðri áferð og áletruðum tölustöfum. Longines notar eldri gerð logos á þessari útgáfu. Til að sýna hvað tímanum líður eru vísarnir með 18kt gullhúðun og smellpassa við lit og áferð skífunnar, og tóna að sjálfsögðu við úrkassann. Úrkassinn sjálfur er svo 40mm í þvermál, sem ætti að passa öllum kynjum vel, og hýsir Longines in-house úrverk með 72klst power reserve.

Í gegnum safírgler á úrbakinu er svo hægt að dást að handverki meistaranna í Sviss, úrverkinu sjálfu. Á úrbakinu er jafnframt númer úrsins, 161/190, ásamt viðhafnarútgáfu texta.

Að lokum er á úrinu alligatora, eða krókódíla, leðuról með 18kt gull sylgju. Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um úrið.

THE LONGINES MASTER COLLECTION 190TH ANNIVERSARY í stáli

Stálúrin eru framleitt í takmörkuðu, en ekki númeruðu, upplagi. Það þýðir að úrin verða framleidd verða fleiri en 190 úr en einungis í takmarkaðan tíma. Að sjálfsögðu eru þó öll Longines úr með raðnúmer og þessi ekki undanskilin.

Í stáli er skífan silfurlituð, með sandblásinni áferð og áletruðum tölustöfum, sem þýðir að þær eru ekki prentaðar, áfestar eða stimplaðar eins og yfirleitt er gert. Longines notar eldri gerð logos á þessari útgáfu. Vísarnir eru blámaðir og smellpassa við lit og áferð skífunnar. Úrkassinn sjálfur er svo 40mm í þvermál, sem ætti að passa öllum kynjum vel, og hýsir Longines in-house úrverk með sílíkon-spíralfjöður með 72klst power reserve.

Í gegnum safírgler á úrbakinu er svo hægt að dást að handverki meistaranna í Sviss, úrverkinu sjálfu. Á úrbakinu er jafnframt viðhafnarútgáfu texti.

Að lokum er á úrinu alligatora, eða krókódíla, leðuról með stál sylgju. Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um úrið.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published.