Longines hefur alltaf staðið fyrir gæði og glæsileika. Slagorð þeirra, elegans er hugarfar, grípur þennan punkt betur en ég gæti orðað það. Í nærri 200 ár hefur Longines staðið fyrir þessum gildi og hefur það skilað þeim góðu orðspori sem framleiðandi hágæða svissneskra úra.
Saga Longines byrjar hátt uppi í Júrafjöllum Sviss. St. Imier er lítill fjallabær sem liggur við landamæri Sviss og Frakklands, bærinn er rétt fyrir utan höfuðborgina Bern og búa þar rétt um 5.000 manns. Þrátt fyrir að vera fámennur bær býr þar rík hefð í úrsmíði, Longines er ekki eina merkið sem á rætur að rekja tuk St. Imier heldur var nýjasta merki Michelsen 1909, Breitling, stofnað þar árið 1884 og Heuer árið 1860.
Þegar Breitling er stofnað 1884 þá hafa Longines frameitt úr í þessum bæ í yfir 50 ár. Heitið Longines kemur frá engi á svæðinu, sem nefndist Es Longines, en þar reysti Longines verksmiðju sem hefur staðið frá 1867. Upphaf Longines má rekja til ársins 1832, þá er Longines stofnað af Auguste Agassiz, úrsmið, og tveimur samstarfsmönnum hans. Á þessum tíma var hefðin sú að partarnir sem fóru í gangverkið voru framleiddir í heimilum úrsmiðanna en samsetning fór fram á vinnustofunni. Árið 1852 tekur frændi Ernest Francillion, frændi Auguste Agassiz, við og hann tekur þá ákvörðun að reisa verksmiðju þar sem partarnir eru framleiddir og verkin sett saman, allt undir sama þaki.
Francillion var mikill frumkvöðull og var bygging verksmiðjunnar ekki það eina sem gaf Longines forskot á þessum tíma. Árið 1880 eru gerð lög um höfundarrétt í Sviss og níu árum seinna er Longines heitið og vörumerki Longines, vængjaða stundaglasið, skráð.
Þetta þýddi að öll verk sem Longines framleiddi voru skreytt þessu merki, sem sjá má enn þann dag í dag á alflestum úrum í vöruframboði þeirra. Þessi skráning, árið 1889, gerir vængjaða stundaglasið að elsta skráða vörumerki sem enn er í notkun í dag óbreytt, ekki bara í úraiðnaðinum, heldur í öllum heiminum.
Verklega hafa Longines alltaf verið framúrskarandi, bæði í gæðum og framþróun.
Eins og sést þá hafa Longines verið flestum fremri í nýsköpun.
Longines var einn af fáum svissneskum framleiðendum sem tóku quartz-krísuna/byltinguna í sátt, þar sem þeir sáu það sem tól til að bjóða upp á aukna nákvæmni, sem var og er eitt af aðalatriðum hjá Longines. Þrátt fyrir að taka quartz-krísunni og quartz-verkunum fagnandi, þá voru viðskipti Longines líkt og hjá nær öllum svissnesku framleiðendunum á mjög hættulegum stað. Árið 1983 sameinaðist Longines hóp, sem þá hét SSIH og átti meðal annars Omega. Saman varð þetta SMH sem síðan varð að Swatch Group árið 1988. Þessi sameining og aðild Longines að Swatch Group hefur haft sína kosti og galla.
Fyrir sameininguna var Longines einn allra besti framleiðandinn í úraheiminum og var þá á pari við framleiðendur líkt og Patek Phillipe. Með þessari sameiningu merkjanna var ákveðið að gera atlögu að ýta Omega upp á þetta stig og lækka Longines niður í inngangslúxus verðflokkinn. Þetta hefur hins vegar reynst Longines vel þar sem að nú til dags eru þeir leiðandi framleiðandi í sínu verðbili. Til að mynda í árlegri fjárhags skýrslu Morgan Stanley þá fyrir rekstrar árið 2024 voru Longines í 7. sæti yfir tekjuhæstu úraframleiðendur Sviss með áætlaðan 1.1 milljarð svissneska franka í tekjum og 1.6 milljónir seldra úra.
Hvernig nær Longines þessum tölum? Eins og við ræddum þá er staðsetning þeirra á þessu miðju-verðbili hentug, þar sem þeir ná til mjög breiðs kúnnahóps og vegna þess að þeir eru í eigu Swatch Group, sem á t.a.m. ETA verkframleiðandann. þá geta Longines framleitt nóg af fallegum úrum með nærri 200 ára sögu og einstökum gæðum á gríðarlega samkeppnishæfum verðum. Þar af leiðandi kýla Longines úrin vel yfir verð gæðalega séð.
Longines eru duglegir að gefa út ný úr og oftar en ekki sækja þeir innblástur í úr fyrri ára, það eru mikil forréttindi að hafa nær 200 ár til að líta aftur í. Mig langar að setja athygli á eitt slíkt sem Longines gáfu út snemma árið 2024. Longines Conquest Heritage Central Power Reserve er einstaklega fallegt úr, sem ég hafði heiðurinn að fá að máta í ferðum mínum fyrr á árinu. Sem mikill talsmaður Longines þá er þetta mitt allra uppáhalds úr í vöruúrvali þeirra. Byggt á hönnun frá 1959 þá var úrið gefið út til að fagna 70 ára afmæli Conquest-línurnar. Líkt og nafnið gefur til kynna sýnir úrið hleðsluna, eða power reserve, í miðri skífunni. Úrið er aðeins 38mm sem gerir það að fullkomnu úri við jakkafötin.