Vacheron Constantin notar Watches and Wonders á virkilega áhugaverðan máta, þeir nota viðburðinn til að slá met. Á seinasta ári gáfu þeir út flóknasta úr sögunnar, með gangverki með 63 mismunandi virknir (e. complications). Gangverkið í því vasaúri tók ellefu ár að hanna, þróa og smíða.
Fyrir hátíðina voru Vacheron á góðri siglingu, þar sem þeir gáfu fyrr á árinu út nýtt 222 úr í stáli með blárri skífu eftir að hafa gefið út 222 í gulagulli í fyrra. Eftir að hafa fengið að máta það og sjá það með berum augum, þá verð ég að segja, það er mitt uppáhalds úr frá því í fyrra og enn sem komið er á árinu 2025.
Solaria Ultra Grand Complications
Líkt og ég segi þá vil Vacheron Constantin slá met og hafa þeir gert það hér. Í fyrra gáfu þeir út flóknasta úr sögunnar í formi vasaúrs, í ár gáfu þeir út flóknasta armbandsúr sögunnar. Úrið inniheldur 41 mismunandi virknir (e. complications), en þrettán ný einkaleyfi vorin gefin út fyrir þetta nýja gangverk.
Að útskýra alla eiginleikana sem úrið ber tæki allan dag, plús ég get ekki útskýrt það betur heldur Vacheron sjálfir, annars er Hodinkee einnig með frábæra grein sem fer í gegnum alla tæknilega eiginleika úrsins. Líkt og nafnið Solaria gefur til kynna, þá mælir úrið einnig marga hluti sem tengjast himingeiminum og stjörnunum.
Patrimony
Vacheron Constantin fagnar 270 ára afmæli í ár sem gerir þá að elsta stöðugt starfandi úraframleiðanda heims, þeir eru samt ekki elsti úraframleiðandi heims. Mikið þema er að sjálfsögðu í kringum þetta 270 ára afmæli. Í Patrimony-línunni haf þeir gefið út tvö ný úr, annað í hvítagulli og hitt í rósagulli.
Úrin hafa einstaka skífu þar sem skífan er skorin í Maltese munstri, skífan sínir einnig tunglferil og retrograde dagsetningu. Í tilefni af 270 ára afmælinu eru þessi úr takmörkuð við 270 eintök stykkið.
Traditionnelle
Byrjum á Traditionnelle Tourbillon Perpetual Calendar. Úrið er gert fyrir afmæli merkisins og er það takmarkað við aðeins 127 eintök. Það var ekki nóg að gera bara flóknasta úr í heimi í ár, heldur þurfa þeir líka að bæta við virkilega flóknu úri í vörulínu þeirra.
Þeir hafa gert gert þrjú mismunandi Openface Traditionnelle. Við byrjum á Complete Calendar, sem sýnir dagsetningu, vikudag, mánuð og tunglstöðu.
Perpetual Calendar Retrograde Date, úrið er perpetual Calendar og sýnir dagsetninguna með retrograde vísi.
Tourbillon Retrograde Date, úrið sýnir dagsetningu með retrograde vísi en það sem sker það út er að það er tourbillon.
Vacheron Constantin er með mínum uppáhalds merkjum, verklega eru þeir efstir allra og eru þeir ekki hræddir við að sýna það, þeir eru alltaf tilbúnir að slá met og er brautryðjandi fyrir önnur merki þegar kemur að „complications“.