balmain-logo

Allt frá stofnun Balmain árið 1945 hefur fyrirtækið stefnt að því að skara fram úr á sínu sviði; hönnun og gæðum. Þessi stefna gerði Balmain að einu stærsta tískuhúsi veraldar, með kóngafólkið í Evrópu og Hollywood í Balmain klæðnaði.

Hvers vegna Balmain?

Magnús D. Michelsen
sölustjóri Michelsen svarar

Í tískumerkjum er gæðum oft fórnað fyrir nafnið. Balmain úrin eru framleidd af einni stærstu úrasamsteypu heims í Sviss. Fyrir vikið eru gæðin ótrúleg. Hér færðu svissneska framleiðslu, og allt sem hún stendur fyrir; nákvæmni, safírgler, verulega vönduð úrverk og nýsköpun.

Flest merki eru frekar karllæg og minna úrval fyrir dömur. Það er nákvæmlega öfugt hjá Balmain. Balmain setur konur í fyrsta sætið og karlarnir mæta afgangi. Það er þó enginn skortur á úrvali fyrir bæði kyn.

Balmain hjá Michelsen

Núna eru Balmain úrin loksins fáanleg á Íslandi, aðeins hjá Michelsen. Michelsen og Balmain eiga það sameiginlegt að vilja vera best í sínum geira og bjóða aðeins það fallegasta og vandaðasta. Verið velkomin í Michelsen að skoða Balmain.

Þú færð Balmain hjá Michelsen Kringlunni og á michelsen.is.